Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2022 | 01:00

PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo

Það er Keegan Bradley, sem leiðir fyrir lokahring Wells Fargo mótsins. Bradley hefir spilað á samtals 8 undir pari, 202 höggum (70 65 67). Max Homa er í 2. sæti, 2 höggum á eftir. Þriðja sætinu deila síðan Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi og bandaríski kylfingurinn James Hahn, báðir á 4 undir pari. Jason Day, sem var forystumaður hálfleiks átti afleitan 3. hring upp á 79 högg og er fallinn niður í 13. sæti, sem hann deilir með 5 öðrum kylfingum. Sjá má stöðuna á Wells Fargo eftir 3. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2022 | 00:01

LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open

Það er heimakonan Ana Pelaez, sem er í forystu fyrir lokahring Madrid Open. Hún lauk við 3. hring á nýju vallarmeti á Jarama-RACE golfklúbbnum í Madríd; stórglæsilegum 63 höggum!!! Á hringnum fékk Pelaez 9 pör og 9 fugla – skilaði sem sagt hreinu skorkorti!!! Samtals hefir Pelaez spilað á 17 undir pari, (69 67 63). Í 2. sæti er Agathe Sauzon frá Frakklandi á samtals 14 undir pari. Önnur heimakona Cayetana Fernandez er í 3. sæti á samtals 13 undir pari og hin sænska Linn Grant, sem gengið hefir ótrúlega vel á yfirstandandi tímabili, er fjórða á samtals 12 undir pari. Þá er hin bandaríska Gabríela Then í 5. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (19/2022)

Einn stuttur á ensku: „I once played a course that was so tough, I lost two balls in the ball washer!„

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Brenden Pappas. Brenden Pappas fæddist í Phalaborwa, Suður-Afríku, 7. maí 1970 og á því 52 ára afmæli. Hann er sá yngsti af 3 bræðrum; Sean (fæddur 1966) og Deane (fæddur 1967). Brenden og bróðir hans Deane spiluðu í bandaríska háskólagolfinu með University of Arkansas þaðan sem Brenden útskrifaðist árið 1993 með Bachelor’s gráðu í markaðsfræðum. Hann gerðist atvinnumaður í golfi seinna útskriftarár sitt 1993. Síðan þá hefir hann mestmegnis spilað á Sólskinstúrnum suður-afríska og 2. deildinni í Bandaríkjunum. Hann á í beltinu 3 sigra á þessum mótaröðum þ.e.: Sólskinstúrnum: 1998 Vodacom Series: Gauteng Nationwide Tour 2006 Rex Hospital Open 2011 Pacific Rubiales Bogotá Open Brendan og bróðir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2022 | 12:30

Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska

„Hvíta hákarlinum“, Greg Norman hefir verið neitað um undanþágu til að spila á Opna breska risamótinu í júlí n.k. Undanþágur eru veittar þeim, sem sigrað hafa undanfarin 10 ár og eru yngri en 60 ára. Norman er 67 ára. Norman var í fréttum fyrr í vor og þar sagði hann m.a.„Ég held að ég geti enn komist inn“ og átti þá við að hann ætti enn möguleika á að öðlast þátttökurétt í 150. Opna breska risamótinu. R&A lét frá sér fara fréttatilkynningu í kjölfarið og þó ekki væri minnst á Norman voru ofangreindar reglur ítrekaðar og auk þess bætt við að ekki stæði til að veita auka undanþágur. Norman ritaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2022 | 06:45

PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo

Það er fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, frá Ástralíu, sem tekið hefir forystu á móti vikunnar á PGA Tour: Wells Fargo Championship. Day hefir spilað á samtals 10 undir pari (63 67). Í 2. sæti er Max Homa, heilum 3 höggum á eftir. Síðan eru 4 kylfingar sem deila 3. sæti á samtals 6 undir pari: Luke List, James Hahn, Kurt Kitayama og Denny McCarthy. Sjá má stöðuna á Wells Fargo með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2022 | 06:00

LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open

Madrid Open er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET). Mótið fer fram í Jarama-RACE golfklúbbnum í Madríd á Spáni, dagana 5.-8. maí 2022. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Í hálfleik er hin finnska Tia Koivisto búin að tylla sér í efsta sætið á samtals 10 undir pari, (68 66). Sjá má stöðuna á Madrid Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2022 | 23:00

NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í Barncancerfonden Open presented by Ahlsell, sem er mót á Ecco túrnum í Nordic Golf League (skammst.: NGL). Fjórir þeirra spiluðu undir íslenskum fána: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson;  Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GB og einn Aron Bergson, lék fyrir Hills golfklúbbinn sænska. Þrír ofangreindra komust í gegnum niðurskurð: þeir Aron Bergsson, Axel Bóasson og Bjarki Pétursson. Af þeim spilaði Bjarki best; lék á samtals 5 undir pari, 205 höggum (70 67 68) og varð T-24. Axel varð T-30 á samtals 4 undir pari og Aron varð T-47 á samtals sléttu pari. Mótið fór fram dagana 4.-6. maí 2022 í Laholms Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2022 | 22:00

Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry

Það er þýski kylfingurinn Hurly Long sem er í forystu á Betfred British Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fer fram á The Belfry, í Sutton Coldfield, dagana 5.-8. maí 2022. Long er búin að spila á samtals 9 undir pari 135 höggum (67 68). Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Long eru þeir Thorbjörn Olesen, Richie Ramsay og Marcus Kinhult. Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2022 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU

Ragnhildur Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttakona ársins hjá Eastern Kentucky háskólans í Bandaríkjunum. Greint var frá kjörinu í gær á uppskeruhátíð skólans fyrir tímabilið 2021-2022. Alls voru veitt 15 verðlaun á hátíðinni og fékk golflið skólans viðurkenningu sem lið ársins og þjálfari Ragnhildar í kvennagolfliðinu, Mandy Moore, var valin þjálfari ársins. Ragnhildur er í framhaldsnámi í EKU en hún er á fimmta ári sínu sem leikmaður liðsins. Ragnhildur fékk þær frábæru fréttir í síðustu viku að hún er hópi þeirra 36 keppenda sem valdir voru til þess að spila í svæðiskeppninni (Regionals). Leikmennirnir sem valdir voru koma allir frá skólaliðum sem komust ekki með lið sín í svæðiskeppnina (Regionals). Lesa meira