Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2022 | 01:00

PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo

Það er Keegan Bradley, sem leiðir fyrir lokahring Wells Fargo mótsins.

Bradley hefir spilað á samtals 8 undir pari, 202 höggum (70 65 67).

Max Homa er í 2. sæti, 2 höggum á eftir.

Þriðja sætinu deila síðan Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi og bandaríski kylfingurinn James Hahn, báðir á 4 undir pari.

Jason Day, sem var forystumaður hálfleiks átti afleitan 3. hring upp á 79 högg og er fallinn niður í 13. sæti, sem hann deilir með 5 öðrum kylfingum.

Sjá má stöðuna á Wells Fargo eftir 3. dag með því að SMELLA HÉR: