Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2022 | 00:01

LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open

Það er heimakonan Ana Pelaez, sem er í forystu fyrir lokahring Madrid Open.

Hún lauk við 3. hring á nýju vallarmeti á Jarama-RACE golfklúbbnum í Madríd; stórglæsilegum 63 höggum!!!

Á hringnum fékk Pelaez 9 pör og 9 fugla – skilaði sem sagt hreinu skorkorti!!!

Samtals hefir Pelaez spilað á 17 undir pari, (69 67 63).

Í 2. sæti er Agathe Sauzon frá Frakklandi á samtals 14 undir pari. Önnur heimakona Cayetana Fernandez er í 3. sæti á samtals 13 undir pari og hin sænska Linn Grant, sem gengið hefir ótrúlega vel á yfirstandandi tímabili, er fjórða á samtals 12 undir pari.

Þá er hin bandaríska Gabríela Then í 5. sæti á samtals 11 undir pari. Það sem er athyglivert varðandi Then er að hún var á ekkert sérstöku skori fyrstu tvo hringina (73 68) en átti síðan frábæran 3. hring, þar sem hún kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum!!! Þetta glæsiskor gat Then m.a. þakkað ási, sem hún fékk á par-3, 17. braut Jarama-RACE. Sjá má ás Then með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Madrid Open með því að SMELLA HÉR: