Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2022 | 22:00

Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry

Það er þýski kylfingurinn Hurly Long sem er í forystu á Betfred British Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fer fram á The Belfry, í Sutton Coldfield, dagana 5.-8. maí 2022.

Long er búin að spila á samtals 9 undir pari 135 höggum (67 68).

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Long eru þeir Thorbjörn Olesen, Richie Ramsay og Marcus Kinhult.

Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: