
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
Ragnhildur Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttakona ársins hjá Eastern Kentucky háskólans í Bandaríkjunum. Greint var frá kjörinu í gær á uppskeruhátíð skólans fyrir tímabilið 2021-2022.
Alls voru veitt 15 verðlaun á hátíðinni og fékk golflið skólans viðurkenningu sem lið ársins og þjálfari Ragnhildar í kvennagolfliðinu, Mandy Moore, var valin þjálfari ársins.
Ragnhildur er í framhaldsnámi í EKU en hún er á fimmta ári sínu sem leikmaður liðsins.
Ragnhildur fékk þær frábæru fréttir í síðustu viku að hún er hópi þeirra 36 keppenda sem valdir voru til þess að spila í svæðiskeppninni (Regionals). Leikmennirnir sem valdir voru koma allir frá skólaliðum sem komust ekki með lið sín í svæðiskeppnina (Regionals).
Ragnhildur mun keppa í einstaklingskeppninni á því móti sem fram fer 9.-11. maí. Ragnhildur lék mjög vel á tímabilinu og er í sæti nr. 203 á landsvísu í kvennaflokki í háskólagolfinu – og sá árangur tryggði henni keppnisrétt á svæðismótinu.
Heimild: grgolf.is
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022