Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Dean Larson. Larson er fæddur 6. maí 1972 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Hann er frá Ástralíu og hefir m.a. spilað 1 sinni á PGA Tour. Það var á Byron Nelson 24. maí 2009, en hann náði ekki niðurskurði; lék á samtals 150 höggum (74 76) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (76 ára merkisafmæli!!); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (66 ára); Geir Svansson, f. 6. maí 1957 – d. 24. mars 2022;  Ingveldur Ingvarsdóttir, 6. maí 1959 (63 ára); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 (63 ára); Helga Björg Marteinsdóttir, 6. maí 1963 (59 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2022 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður varð í 35. sæti á CAA Conference meistaramótinu

Sigurði Blumenstein, GR, var boðið að taka þátt sem einstaklingi á CAA Conference Championship. Lið Sigurðar, James Madison, tók ekki þátt í liðakeppninni. Mótið fór fram á Dike velli Dataw Island Club-Cotton á Saint Helena Island, í Suður-Karólínu. Þátttakendur í mótinu voru 48 og hafnaði Siguður í 35. sæti á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (72 77 80). Sjá má lokastöðuna á CAA Conference Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2022

Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og á því 56 ára afmæli í dag. Hann er ásamt samhöfundi sínum, fv.landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“ og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2022 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Sverrir & Appalachian urðu í 9. sæti á Sun Belt meistaramótinu

Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian State tóku þátt í Sun Belt Championship. Mótið fór fram 24.-26. apríl sl. í Mystic Creek golfklúbbnum, í El Dorado, Arkansas. Sverrir lauk ekki keppni, spilaði aðeins 2 hringi (81 87) og varð í 60. sæti. Appalachian State varð í enga að síður í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Appalachian State með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Sun Belt Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jyoti Randhawa — 4. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1 er indverski kylfingurinn Jyoti Randhawa. Jyoti er fæddur 4. maí 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann spilaði á Asíutúrnum og sigraði 8 sinnum á tímabilinu 1998-2009. Hann var kvæntur indversku Bollywood leikkonunni Chitrangada Singh (g. 2001–2014) og eiga þau eitt barn : Zorawara Randhawa. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Ross „Sandy“ Somerville, f. 4. maí 1903 – d. 17. maí 1991; Betsy Rawls, 4. maí 1928 (94 ára); Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, GK, 4. maí 1959 (63 ára); Jyoti Randhawa, 4. maí 1972 (50 ára – Indverskur); Rory McIlroy, 4. maí 1989 (33 ára); Örvar Samúelsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Friðbjörnsson, fv. formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs (GKB). Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og á því 63 ára afmæli í dag. Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson, fv. formaður GKB. Mynd: GKB Jóhann Friðbjörnsson (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (88 ára); Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (74 ára); Jóhanna Leópoldsdóttir, 3. maí 1956 (66 ára); CrossFit Hafnarfjordur (48 ára); Leikfélag Hólmavíkur (41 árs); Freydís Eiríksdóttir, GKG (Innilega til hamingju með 24 ára afmælið!!!); Steina List … og … Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2022 | 20:00

GÞ: Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Aron Emil Gunnarsson sigruðu á Black Sand Open

Black Sand Open mótið hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar fór fram 1. maí sl. Keppnisfyrirkomulagið var hefðbundið: punktakeppni og verðlaun veitt fyrir besta skor. Þátttakendur voru 110, en þar af voru 11 kvenkylfingar. Í punktakeppninni sigraði Ólafur Ingvar Guðfinnsson á 40 punktum. Á besta skori var Aron Emil Gunnarsson, GOS, en hann lék Þorlákshafnarvöll á 7 undir pari, 64 höggum! Sjá má lokastöðuna á Black Sand Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2022 | 18:00

GS: Kári Eiríksson og Birkir Þór Baldursson sigruðu á 1. maí móti ÓJK-ÍSAM

Þann 1. maí fór fram „1. maí mót ÓJK-ÍSAM“ á Hólmsvelli í Leiru hjá GS. Þátttakendur voru 58 og var keppnisfyrirkomulag hefðbundið punktakeppni og verðlaun veitt fyrir besta skor. Úrslit urðu eftirfarandi: 1.verðlaun punktar: Titleist TSi dræver – Kári Eiríksson 2.verðlaun punktar: Ping 2021 pútter – Snæbjörn Guðni Valtýsson 3.verðlaun punktar: FJ regnjakki – Pétur Axel Jónsson Besta skor: 4 dúsín af Titleist Pro V1 – Birkir Þór Baldursson Nándarverðlaun á 8. holu: Titleist regnhlíf – Gunnar Oddsson, 3,24 m Nándarverðlaun á 16. holu: Titleist regnhlíf – Baldur Brynjars Þórisson, 1,77 m

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hilmir Heiðar Lundevik – 2. maí 2022

Það er Hilmir Heiðar Lundevik, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hilmir Heiðar er fæddur 2. maí 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hilmir Heiðar er í FH og Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er trúlofaður Karen Emilsdóttur og á 1 son: Emil Gauta Hilmisson. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Hilmir Heiðar Lundevik – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Joyce, 2. maí 1939 (83 ára); Auður Guðjónsdóttir, GK, 2. maí 1943 (79 ára); Real Areo Club de Vigo, 2. maí 1951 (71 árs); Herdís Sveinsdóttir, 2. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2022 | 14:00

Perla Sól fór upp um 864 sæti á heimslista áhugamanna

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, fór upp um 864 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður í gær. Perla Sól, sem er fædd árið 2006 og keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, náði flottum árangri á sterku áhugamannamóti á Englandi á dögunum. Þar keppti hún á áhugamannamóti R&A fyrir stúlkur yngri en 16 ára (Girls U16 Amateur Championship) sem fram fór á Englandi dagana 22.-24. apríl 2022. Alls tóku 90 keppendur þátt og komu þeir frá fjölmörgum löndum víðsvegar úr heiminum. Keppnisfyrirkomulagið var 54 holu höggleikur en R&A setti mótið á laggirnar til þess að búa til verkefni fyrir efnilegustu kylfingana í stúlknaflokki yngri en 16 ára. Perla Sól var Lesa meira