
Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
„Hvíta hákarlinum“, Greg Norman hefir verið neitað um undanþágu til að spila á Opna breska risamótinu í júlí n.k.
Undanþágur eru veittar þeim, sem sigrað hafa undanfarin 10 ár og eru yngri en 60 ára.
Norman er 67 ára.
Norman var í fréttum fyrr í vor og þar sagði hann m.a.„Ég held að ég geti enn komist inn“ og átti þá við að hann ætti enn möguleika á að öðlast þátttökurétt í 150. Opna breska risamótinu.
R&A lét frá sér fara fréttatilkynningu í kjölfarið og þó ekki væri minnst á Norman voru ofangreindar reglur ítrekaðar og auk þess bætt við að ekki stæði til að veita auka undanþágur.
Norman ritaði R&A og lýsti yfir vonbrigðum að honum skyldi ekki veitt undanþága, með hliðsjón af því að hann hefði verið viðloðandi R&A frá árinu 1977 og væri tvöfaldur sigurvegari á Opna breska, 1986 og 1993.
Norman mun engu að síður hafa nóg að gera í sumar þegar LIV Golf Invitational Series ofurgolfdeildinni arabísku, sem hann er í forsvari fyrir, verður hrinnt úr vör, en menn gera því í skóna að það sé einmitt þess vegna sem R&A standi fast á reglunum, sem leiða til þess að Norman fær ekki að spila.
Norman spilaði síðast í Opna breska árið 2009.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022