Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2022 | 23:00

NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í Barncancerfonden Open presented by Ahlsell, sem er mót á Ecco túrnum í Nordic Golf League (skammst.: NGL).

Fjórir þeirra spiluðu undir íslenskum fána: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson;  Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GB og einn Aron Bergson, lék fyrir Hills golfklúbbinn sænska.

Þrír ofangreindra komust í gegnum niðurskurð: þeir Aron Bergsson, Axel Bóasson og Bjarki Pétursson.

Af þeim spilaði Bjarki best; lék á samtals 5 undir pari, 205 höggum (70 67 68) og varð T-24.

Axel varð T-30 á samtals 4 undir pari og Aron varð T-47 á samtals sléttu pari.

Mótið fór fram dagana 4.-6. maí 2022 í Laholms golfklúbbnum, Våxtorp, í Svíþjóð.

Sjá má lokastöðuna á Barncancerfonden Open með því að SMELLA HÉR: