Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 08:30

GB: Lionessur gáfu GB hjartastuðtæki

Lionessur í Borgarnesi gáfu á dögunum GB hjartastuðtæki.

Þetta mikivæga öruggistæki verður staðsett í golfskálanum í Borgarnesi.

Starfsmenn GB munu síðan fá námskeið í meðferð þess.

Hjartastuðtæki er lífsnauðsyn og ætti að vera til í öllum golfskálum á landinu.

Það er aldrei að vita hvenær hjartaáföll láta kræla á sér og hjartastuðtæki hafa bjargað lífum; þannig að gjöf Lionessa í Borgarnesi er virðingarverð og í raun mikilvægasta gjöfin, sem hægt er að gefa þ.e. margföld lífgjöf!