Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 17:00

Golfvellir landsins koma vel undan vetri – Búið að opna 15 velli

Staðan á golfvöllum landsins er almennt mjög góð eftir veturinn.

Líka á þeim völlum á Norður-og Austurlandi þar sem snjóað hefur á undanförnum dögum.

Nú þegar eru 15 vellir opnir á SV-hluta landsins og stefnt að opnun hjá flestum á Höfuðborgarsvæðinu um miðjan maí.

Alls eru 63 golfklúbbar á landinu og starfið hjá flestum þeirra er farið í gang af fullum krafti.

Heimild: GSÍ