Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 11:30

Rory fór út að borða með Ericu Stoll… og síðan fékk hún matareitrun

Þau hafa verið að deita í 6 mánuði, Rory McIlroy, 26 ára og Erica Stoll 29 ára, en Rory fer mjög leynt með samband þeirra.

Nú fyrr í mánuðnum sást til þeirra þar sem þau fóru út að borða í Rochester, New York, þaðan sem Stoll kemur.

Upphaflega var talið að hann myndi fljúga til Las Vegas til að sjá  Mayweather g. Pacquiao bardagann á laugardagskvöldið, en hann hefir ætlað að halda upp á afmælið sitt tveimur dögum fyrr þarna um laugardagskvöldið.

Stoll og McIlroy sáust yfirgefa 2Vine veitingastaðinn, en líklega hefir átt að halda upp á afmælisdaginn á daginn sjálfann, mánudaginn líka, nema lítið fór fyrir nokkrum hátíðahöldum, vegna þess að Stoll fékk matareitrun.

Hún var virkilega veik og þjáðist mjög af þessari matareitrun,“ sagði Rory í viðtali við Irish Daily Star.

Það varð að fara með Ericu af vellinum þegar ég var á 10. holu á Cadillac heimsmótinu í holukeppni. Ég held að þetta sé það sama og Paul Casey fékk, svo hún gat ekkert ferðast en henni líður miklu betur nú.“

Rory hætti svo sem frægt er við Caroline Wozniacki s.l. maí eftir að búið var að senda út boðskortin í brúðkaupið, en talið er að samband þeirra Stoll hafi þegar verið hafið þá.