Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 23:15

Nordic Golf League: Birgir Leifur T-7 e. 2. dag í Danmörku

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er T-7 eftir 2. dag á Lyngbygaard golfvellinum í Brabrand, Danmörku þar sem NorthSide Charity Challenge á Nordic Golf League fer fram.

Aðeins munar 4 höggum á Birgi Leif og efsta manni Svíanum Christopher Feldborg-Nielsen, sem búinn er að spila á samtals 5 undir pari (68 71).

Mótið stendur dagana 6.-8. maí 2015. Þátttakendur eru 156.

Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 143 höggum (68 75).

Ólafur Björn Loftsson, GKG komst ekki í gegnum niðurskurð; Hann lék á 8 yfir pari, 152 höggum (74 78) – en niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á NorthSide Charity Challenge SMELLIÐ HÉR: