17. brautin á TPC Sawgrass
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 08:00

PGA: Hearn, Hoffman, Matsuyama og Na efstir á The Players – Hápunktar 1. dags

The Players, sem oft er nefnt 5. risamótið í golfinu hófst í gær á TPC Sawgrass í Flórída.

Eftir 1. dag eru 4 kylfingar efstir og jafnir, en það eru David Hearn, Charley Hoffman, Hideki Matsuyama og Kevin Na.

Allir hafa þessir 4 leikið á 5 undir pari, 67 höggum.

Fast á hæla þeirra eru 6 aðrir kylfingar sem léku 1 höggi verr þ.e. á 4 undir pari, 68 höggum en meðal þeirra eru Ben Martin og Billy Horschel.

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er í 11. sæti á 3 undir pari; Tiger er á 1 yfir pari, 73 höggum í 77. sæti og allt loft virtist úr Masters meistaranum unga í ár Jordan Spieth en hann lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-109.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á The Players SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Players SMELLIÐ HÉR: