Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 18:30

LET Access: Ólafía Þórunn í 3. sæti og Valdís Þóra í 9. sæti e. 1. dag í Sviss!!!

Íslensku keppendurnir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru að gera góða hluti á ASGI Ladies Open, sem hófst í dag 7. maí og stendur til 9. maí n.k.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék á 2 undir pari, 70 höggum og deilir 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum, þ.á.m. finnska kylfingnum Elinu Nummenpaa, sem spilað hefir á LET.

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 4 fugla og 2 skolla.

Valdís Þóra lék á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 9. sætinu líka með 5 öðrum kylfingum, þ.á.m. sænska kylfingnum Vivu Schlassberg, sem líkt og Nummenpaa hefir spilað á LET.

Margir sterkir kylfingar eru í mótinu og því er árangur Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru stórglæsilegur!!!

Glæsileg byrjun hjá þeim Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru!!!

Sjá má stöðuna á ASGI Ladies Open með því að SMELLA HÉR: