Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 09:45

PGA: Versta högg á ferli Tiger?

Slæmt gengi Tiger Wood náði nýjum hápunkti í gær á 237 yarda (217 metra) par-3 8. braut The Players Championship.

Teighögg Tiger var algjörlega misheppnað; lenti um 40 yördum (37 metrum) frá holu og skoppaði síðan í læk, sem er þarna hjá.

Einn af golffréttamönnum Golf Channel sagði t.a.m. að höggið hefði verið svo slæmt að á 30 ára ferli hans sem fréttamanns á Players hefði hann aldrei séð nokkurn slá boltann í vatnið á 8. holu.

Að slá boltann í vatn við 8. brautina er sjaldgæft. Skv. Justin Ray hjá Golf Channel er Tiger aðeins 12. leikmaðurinn til þess að slá bolta sínum þangað frá árinu 2003.

Sjá má myndskeið af misheppnuðu höggi Tiger Woods á par-3 8. braut á 1. hring The Players 2015 með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndskeið af blaðamannafundi með Tiger eftir 1. hringinn á The Players með því að SMELLA HÉR: