Vonn sást í dag í LA
Rúm vika er síðan að Lindsey Vonn og Tiger tilkynntu að þau lifðu bæði svo stressuðu lífi, við keppnisgreinar sínar með mikilli fjarveru hvort frá öðru, að þau ætluðu að skilja. Mörgum fannst þessi skýring heldur óvenjuleg og svo virðist sem Tiger hafi haldið framhjá Vonn, líkt og hann gerði við Elínu Nordegren. Til Lindsey sást í dag þar sem hún fór út að borða í Los Angeles ásamt vinkonu sinni. Eftir mat gengu þær stöllur um LA. Vonn, 30 ára, neitaði að svara spurningum um samband sitt við hinn 39 ára Tiger og keyrði í burtu á silfurlituðum bíl.
Afmæliskylfingur dagsins: Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson – 13. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson. Hafsteinn Sigurður er fæddur 13. maí 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Hafsteins Sigurðar hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhannes Ólafsson, 13. maí 1951 (64 ára); Finnur Sturluson, 13. maí 1952 (63 ára); Iain McGregor (kylfusveinn Alastair Forsyth) f. 13. maí 1961 – d. 11. maí 2014; Arnar Loftsson, 13. maí 1967 (48 ára); Patrik Sjöland 13. maí 1971 (44 ára); Nathan Andrew Green, 13. maí 1975 (40 ára stórafmæli); Caroline Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (2/5)
Nafnið sem er á allra vörum þessa dagana er Rickie Fowler. Hann sannaði það s.l. helgi 9-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“! En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því verður reynt að svara í 5 greinum og birtist 2. greinin nú í dag. Eftir Lesa meira
Rickie og Alexis nýtt ofurpar golfsins?
Viðbrögð við ástríðufulla kossinum sem Alexis Randock, kærasta Rickie Fowler smellti á hann eftir að hann sigraði á The Players hafa verið gríðarleg; jafnt í fjölmiðlum, meðal meðspilara hans á PGA Tour, sem hins almenna golfáhugamanns. T.a.m. tvítaði Erin Walker eiginkona Jimmy Walker að hún og eiginmaður sinn yrðu að fara að æfa sigurkossinn betur. Twitter sprakk líka næstum því af hamingjuóskum til Rickie Fowler. Einn þeirra fyrstu sem tvítuðu hamingjuóskir til Rickie Fowler var Webb Simpson. Hann sagði í tvíti sínu: „Such a fitting response to that overrated poll by @RickieFowlerPGA. One of the classiest guys on Tour. Actions > words. Huge congrats buddy!“ (Lausleg þýðing: „Þetta eru þvílíkt viðeigandi Lesa meira
Heimslistinn: Rickie í 9. sæti!
Vegna sigurs síns á The Players Championship á TPC Sawgrass vellinum í Flórída fór Rickie Fowler upp um 4 sæti á heimslistanum þ.e. úr 13. sætinu í 9. sætið á topp-10. Ofmetinn kylfingur? Nei, einn af 9 bestu kylfingum heims! George Coetzee frá Suður-Afríku, sem sigraði á AfrAsia Bank Mauritius Open fer upp um 11 sæti úr 63. sætinu í 52. sætið á heimslistanum. Staða efstu 10 á heimslistanum er þá eftirfarandi: 1. sæti Rory McIlroy 2. sæti Jordan Spieth 3. sæti Henrik Stenson 4. sæti Bubba Watson 5. sæti Jim Furyk 6. sæti Justin Rose 7. sæti Sergio Garcia 8. sæti Jason Day 9. sæti Rickie Fowler 10. sæti Dustin Lesa meira
10 bestu björgunarhögg á PGA Tour
Allir kylfingar kannast við að bolti þeirra hafi einhvern tímann á ferlinum verið í svo til vonlausri legu. T.a.m. á erfiðum stað í hárri sandglompu eða ef spilað er erlendis upp í tré eða við kaktus. Það er sérstök kúnst að slá björgunarhögg til þess að koma sér úr vondu stöðunni. Sumir eru betri við það en aðrir, en aðrir eru e.t.v bara heppnir en þessi heppnisbjörgunarhögg eru engu að síður flott. Til þess að sjá myndskeið með 10 bestu björgunarhöggum á PGA Tour SMELLIÐ HÉR:
Hvað var í sigurpokum helgarinnar?
Hvað var í sigurpokum Rickie Fowler og George Coetzee, sem sigruðu sl. helgi – Rickie á The Players og George Coetzee á AfrAsia Bank Mauritus Open? Stutta svarið við spurningunni er að Fowler er Cobra-maður en Coetzee Titleist-maður en báðir nota Titleist Scotty Cameron púttera og Titleist Pro V1x bolta. Hér má sjá hvaða verkfæri þeir notuðu: Rickie Fowler Players Championship, PGA Tour Dræver: Cobra Fly-Z+ (10°, Matrix prototype skaft) 3-tré: Cobra Fly-Z+ (14°, Aldila Tour Blue 73 X skaft) 5-tré: Cobra Bio Cell+ (18.5 °, Aldila Tour Blue 70 x skaft) 4-9 járn: Cobra Fly-Z Pro (KBS C-Taper 125 S+ sköft) 47° fleygjárn: Cobra Tour Trusty, True Temper Dynamic Gold Lesa meira
Tiger skrifar pilti bréf sem lagður var í einelti fyrir að stama
Piltur, sem var strítt fyrir að stama, fékk mikla hvatningu frá Tiger, sem einnig átti í vandræðum með tal sitt eitt sinn og stamaði. Golf Digest birti bréf Tiger til piltsins, en í því stóð m.a. eftirfarandi: „Ég veit hvernig það er að vera öðruvísi og að fitta stundum ekki inn. Ég stamaði líka sem barn og ég talaði við hundinn minn sem sat þarna og hlustaði þar til hann sofnaði. Ég var líka í tímum í tvö ár til þess að fá aðstoð við (að hætta að stama), þar til það hætti.“ Eineltishremmingar menntaskólastráksins, sem kallaður var Dillon í greininni, vöktu athygli þegar móðir stráksins sneri sér til 8-falds Solheim Lesa meira
Raunveruleg ástæða sambandsslita Woods og Vonn: Framhjáhald!
Í afar ítarlegri grein Daily Mail kemur fram að raunveruleg ástæða sambandsslita Tiger Woods og Lindsey Vonn hafi verið sú að hann hélt framhjá henni. Sjá greinina með því að SMELLA HÉR: Sagt er að eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Farmers Open hafi hann leitað huggunar í faðmi annarrar konu, óþekktrar. Lindsey sleit sambandinu strax og sagt er að hún hafi sagt að eitt skipti lokaði hún auga fyrir þessari yfirsjón hans en þá væri e.t.v. stutt í að hún yrði að loka báðum og þar á eftir væru e.t.v. óteljandi aðrar konur í sambandi þeirra. Talið er að Tiger hafi átt í 120 samböndum áður Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 18 ára afmæli í dag. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Sumarið, 2012, spilaði Birgir Björn bæði á Unglingamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Hann byrjaði árið 2012 á því að fara í æfingaferð með landsliðshópnum, völdum af Úlfari Jónssyni, til Eagle Creek í Flórída. Lesa meira










