
Rickie og Alexis nýtt ofurpar golfsins?
Viðbrögð við ástríðufulla kossinum sem Alexis Randock, kærasta Rickie Fowler smellti á hann eftir að hann sigraði á The Players hafa verið gríðarleg; jafnt í fjölmiðlum, meðal meðspilara hans á PGA Tour, sem hins almenna golfáhugamanns.
T.a.m. tvítaði Erin Walker eiginkona Jimmy Walker að hún og eiginmaður sinn yrðu að fara að æfa sigurkossinn betur.
Twitter sprakk líka næstum því af hamingjuóskum til Rickie Fowler.
Einn þeirra fyrstu sem tvítuðu hamingjuóskir til Rickie Fowler var Webb Simpson. Hann sagði í tvíti sínu:
„Such a fitting response to that overrated poll by @RickieFowlerPGA. One of the classiest guys on Tour. Actions > words. Huge congrats buddy!“
(Lausleg þýðing: „Þetta eru þvílíkt viðeigandi viðbrögð við ofmetnu kosningunni af hálfu Rickie Fowler. Hann er einn af mestu klassanáungunum á Túrnum. Athafnir segja meira en orð. Stórt til hamingju vinur!„)
Hér má t.d. sjá hamingjuóskir nokkurra félaga hans í golfinu SMELLIÐ HÉR:
Talið hefir m.a. borist að því hvort ekki sé komið á sviðið nýtt ofurpar golfsins nú þegar Caroline Wozniacki og Rory eru hætt saman sem og Lindsey Vonn og Tiger.
Það versta við það er að þá eiga Bandaríkjamenn TVÖ ofurpör Jordan Spieth og Annie Verret og nú Alexis og Rickie.
Tekið var viðtal við Alexis eftir kossinn þar sem eftirfarandi kom fram:
„Mér hefir virkilega verið óglatt allt mótið, en mun meira s.l. tvo daga mótsins.“
„Þetta er stressandi leikur. En hann er vel þess virði. Hann á skilið meira en ég gæti nokkurn tímann komið í orð. Hann er frábær gæi.„
„Við höfum aðeins verið að deita í 9 mánuði. Við hittumst gegnum sameiginlegan við. Þetta hefir verið frábært. Ég meina okkur kemur svo vel saman.“
„Við erum bestu vinir. Ég gæti ekki beðið um betri samband eða betri kærasta.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024