Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2015 | 08:15

Heimslistinn: Rickie í 9. sæti!

Vegna sigurs síns á The Players Championship á TPC Sawgrass vellinum í Flórída fór Rickie Fowler upp um 4 sæti á heimslistanum þ.e. úr 13. sætinu í 9. sætið á topp-10.

Ofmetinn kylfingur? Nei, einn af 9 bestu kylfingum heims!

George Coetzee frá Suður-Afríku, sem sigraði á AfrAsia Bank Mauritius Open fer upp um 11 sæti úr 63. sætinu í 52. sætið á heimslistanum.

Staða efstu 10 á heimslistanum er þá eftirfarandi:

1. sæti Rory McIlroy

2. sæti Jordan Spieth

3. sæti Henrik Stenson

4. sæti Bubba Watson

5. sæti Jim Furyk

6. sæti Justin Rose

7. sæti Sergio Garcia

8. sæti Jason Day

9. sæti Rickie Fowler

10. sæti Dustin Johnson

Það eru sem sagt langflestir nú á topp-10 frá Bandaríkjunum eða 5 kylfingar; næstflestir frá Evrópu 4 og aðeins 1 frá Ástralíu þessa vikuna!

Nokkra athygli vekur að fyrrum nr. 1 á heimslistanum Adam Scott er dottinn út af topp-1o er í 11. sæti og enn annar sem lengi var nr. 1 Tiger Woods er nú dottinn niður í 125. sætið á heimslistanum.