Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2015 | 22:00

Tiger skrifar pilti bréf sem lagður var í einelti fyrir að stama

Piltur, sem var strítt fyrir að stama, fékk mikla hvatningu frá Tiger, sem einnig átti í vandræðum með tal sitt eitt sinn og stamaði.

Golf Digest birti bréf  Tiger til piltsins, en í því stóð m.a. eftirfarandi:

Ég veit hvernig það er að vera öðruvísi og að fitta stundum ekki inn. Ég stamaði líka sem barn og ég talaði við hundinn minn sem sat þarna og hlustaði þar til hann sofnaði.  Ég var líka í tímum í tvö ár til þess að fá aðstoð við (að hætta að stama), þar til það hætti.“

Eineltishremmingar menntaskólastráksins, sem kallaður var Dillon í greininni, vöktu athygli þegar móðir stráksins sneri sér til 8-falds Solheim Cup kylfingsins sænska, Sophie Gustafson, sem spilaði allan feril sin á LPGA og Evrópumótaröð kvenna (LET) og átti í alvarlegum vandræðum með stamið.