
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 18 ára afmæli í dag. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins.

Birgir Björn Magnússon að fara að slá aðhöggið á 15. braut fyrir erni. Hann lauk hringnum með skor upp á 64 högg og varð Íslandsmeistari 14 ára og yngri, 8. ágúst 2011, með glæsibrag! Mynd: Golf 1
Sumarið, 2012, spilaði Birgir Björn bæði á Unglingamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Hann byrjaði árið 2012 á því að fara í æfingaferð með landsliðshópnum, völdum af Úlfari Jónssyni, til Eagle Creek í Flórída. Um vorið 2012 fór Birgir Björn holu í höggi á 8. holu Garðavallar á Akranesi.

Birgir Björn Magnússon, GK, got a hole in one at the 8th hole of Garðavöllur in Akranes May 17th 2012. Photo: Magnús Birgisson
Birgir Björn varð í 5. sæti á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Garðavelli; síðan varð hann í 3. sæti á á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. á Þverárvelli, 3. júní 2012.
Síðan náði Birgir Björn þeim glæsilega árangri að landa 7. sætinu á Finish International Junior Championship, sem fram fór 27.-29. júní 2012.
Birgir Björn varð í 2. sæti í Íslandsmótinu í höggleik 15-16 ára drengja, í mótinu í Kiðjaberginu:
Birgir Björn varð síðan Íslandsmeistari í holukeppni 2012:

Íslandsmeistarinn í holukeppni í drengjaflokki, Birgir Björn Magnússon, GK, f.m.; Aron Snær Júlíusson, GKG, t.v. hlaut 2. sætið og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, t.h.i hlaut 3. sætið. Mynd: gsimyndir.net
Loks varð Birgir Björn Íslandsmeistari sveitakeppni GSÍ í drengjaflokki með A-sveit Keilis:

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja – A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is
Árið 2013 varð Birgir Björn m.a. klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis aðeins 16 ára.
Golf 1 tók viðtal við Birgi Björn í ársbyrjun 2014, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Birgir á ekki langt að sækja golfhæfileikana, en foreldrar hans eru Magnús Birgisson, golfkennari MP Academy og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Birgir Björn á tvo bræður Sindra og Pétur. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan
Birgir Björn Magnússon (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jenetta Bárðardóttir, 12. maí 1949 (66 ára); Elsa Björk Knútsdóttir, 12. maí 1958 (57 ára); Amy Benz, 12. maí 1962 (53 árs); Steven Conran, 12. maí 1966 (49 ára); Andrew Coltart, 12. maí 1970 (45 ára); Mike Malizia, 12. maí 1970 (45 ára); Jim Furyk 12. maí 1970 (45 ára); Mike Weir 12. maí 1970 (45 ára); Guðrún Gerður Steindórsdóttir 12. maí 1971 (44 ára); Sebastians Art 12. maí 1972 (43 ára); Valur Heiðar Sævarsson, f. 12. maí 1974 (41 árs)…… og …….
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024