Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 14:00

PGA: Streb leiðir e. 1. dag á Wells Fargo mótinu

Það er bandaríski kylfingurinn Robert Streb, sem leiðir e. 1. dag á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, Charlotte, Norður-Karólínu. Hann lék á 7 undir pari, 65 höggum. Það eru eflaust ekki margir sem kannast við Streb og þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér kynningu Golf 1 á Streb með því að SMELLA HÉR:  Aðeins 1 höggi á eftir eru landar hans Kevin Chappel og Patrick Reed. Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 11:59

LPGA: Klatten efst á Kingsmill – Hápunktar 1. dags

Franski kylfingurinn Joanna Klatten er efst á Kingsmill Championship, sem fram fer í Williamsburg, Virginíu. Hún lék 1. hring mótsins í gær á 6 undir pari, 65 höggum. Klatten er e.t.v. ekki þekktasta nafnið í kvennagolfinu og má sjá kynningu Golf1 á Klatten með því að SMELLA HÉR:  Í næstu sætum á Kingsmill eru allt bandarískir kylfingar. Í 2. sæti eru Morgan Pressel, Alison Lee og Pat Hurst aðeins 1 höggi á eftir Klatten. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 09:00

GB: Opna Vormótið haldið á morgun!

Indæl væta undir morguninn í gær, 14. maí 2015, gerði það að verkum að Hamarsvöllur í Borgarnesi hjá þeim GB-ingum tók verulega við sér. Ekki sakaði að fá hlýindin sem fylgdu. Meðfylgjandi mynd var tekin um 12.00 leytið (Uppstigningadag), en þá var sjónarmunur á vellinum frá því fyrr um morguninn. Það spáir flottu veðri á morgun laugardaginn, 16. maí, en þá halda þeir GB-ingar sitt fyrsta Opna mót. Hægt er að komast inn á vefsíðu GSÍ til að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:  Nú er bara að fjölmenna til Borgarness á flott mót á velli sem allur er að koma til!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 07:00

GBO: Syðridalsvöllur í mjög góðu ástandi

Unnsteinn Sigurjónsson hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur skrifar: „Samkaupsmótin byrja næsta miðvikudag kl. 20.00 Nýbreytni, nú verða verðlaun fyrir flesta punkta í hverjum mánuði Flatir voru slegnar í dag (þ.e. í gær á Uppstigningadag 14. maí 2015)  og er völlurinn í mjög góðu standi. Brautir eru þurrar og ekkert mál að labba á gólfskóm Æfingar eru á æfingasvæðinu, en við spilum golf á vellinum.“

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 22:00

Wie sýnir stöðuna í golfi

Fyrir þau okkar sem voru  hissa yfir útskýringu Tiger um hvað gerðist hjá honum á the Waste Management Phoenix Open —þ.e. að hann hafi ekki getað notað  gluteus maximus vöðvann þ.e. stóra rassvöðvann — þá er Michelle Wie e.t.v. með svarið á hvað gerðist. Wie sem er meistari á Opna bandaríska kvenmeistararisamótinu 2014 (US Women’s Open champion) segir að leyndarmál hennar hefjist á hvernig hún hefur staðsetur lærin.  Wie er ansi hávaxin (líkt og Tiger) þ.e. 1,85 m og hún leggur áherslu á kraftinn í lærum í æfingum sínum til þess að hún hafi góða undirstöðu undir snúninginn aftur í sveiflunni. Ekki hafa áhyggjur af því ef þið eru ekki hávaxnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 20:00

Rickie bauð Alexis til Bahamas til að halda upp a Players sigurinn!

Alexis Randock kærasta Rickie Fowler setti meðfylgjandi mynd á Instagram eftir sigur Rickie kærasta sins á The Players Championship s.l. helgi. Meðfylgjandi texti var með Instagraminu: „Kvöldverður á ströndinni á Bahamas til að halda upp á stóra sigur mannsins míns!! Rickie öll erfiðisvinnan og úthaldið skein í gegn á sunnudaginn í epískum sigri sem er sögulegur. Ég gæti ekki verið stoltari af þér!!! #Players Meistari.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Pálsdóttir – 14. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Halldóra Pálsdóttir.  Kristín er fædd 14. maí 1945 og á því 70 ára stórafmæli í dag.  Kristín er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði.  Hún starfaði lengi sem hjúkrunarforstjóri við Heilsugæslu Hafnarfjarðar, Sólvangi.    Golf 1 óskar Kristínu innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gallerý Ársól, 14. maí 1951 (64 ára); Snaedis Gunnlaugsdottir, 14. maí 1952 (63 ára); Hafsteinn Baldursson, 14. maí 1952  (63 árs); Frank Ivan Joseph Nobilo, 14. maí 1960 (55 ára); Þjóðhildur Þórðardóttir 14. maí 1969 (46 ára); Zuzana Kamasová, 14. maí 1978 (37 ára); Blair O´Neal, 14. maí  1981 (34 ára); Shaun Norris (suður-afrískur) 14. maí 1982 (33 ára ); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 13:45

Evróputúrinn: Fylgist með Opna spænska hér!

Í dag hófst Opna spænska á El Prat golfvellinum nálægt Barcelona, sem margir Íslendingar hafa spilað á! Mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hefir verið haldið allar götur síðan 1912 þegar Arnaud Massy sigraði.  Margir kunnir kylfingar hafa síðan þá staðið uppi sem sigurvegarar í mótinu; kylfingar á borð við Peter Thomson, Roberto DeVicenzo og  Seve Ballesteros. Margir kunnir kylfingar taka þátt í ár menn á borð við Miguel Ángel Jiménez, Sergio Garcia og Thorbjörn Olesen.  Leikur á 1. hring stendur nú yfir og sem stendur er Trevor Fisher Jnr. frá Suður-Afríku efstur; hefir leikið El Prat á 7 undir pari, 65 höggum.  Margir eiga þó eftir að ljúka leik. Fylgjast má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 13:10

GH: Snjór yfir Katlavelli 13. maí

Það er enn víða snjór fyrir norðan þannig að ekkert hefir verið hægt að spila golf. Í gær var t.a.m. sums staðar 80 cm snjór á Katlavelli á Húsavík. Hér má sjá mynd þar sem horft er tilbaka eftir 9. braut á Katlavelli: Og svo er enn ein mynd af æfingasvæðinu við Katlavöll, með hin gullfallegu Kinnarfjöll í baksýn: Þeir sem enn eiga eftir að spila Katlavöll ættu að gera það í sumar þegar snjóa hefir leyst , en Katlavöllur er líklega einn mest krefjandi 9 holu golfvöllur á Íslandi með margar skemmtilegar brautir!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 10:00

Adam Scott hitti Írisi Kötlu

Nr. 11 á heimslistanum Adam Scott hitti Írisi Kötlu Guðmundsdóttur, GR og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Myndin náðist á æfingu fyrir Wells Fargo mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour og fer fram í Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte, Norður-Karólínu, en  Scott tekur þátt í því. Íris Katla er nýútskrifuð frá Queens háskólanum í Charlotte, þar sem hún lék í 3 ár með golfliði skólans. Íris Katla og fjölskylda hennar, sem kom frá Íslandi til að vera viðstödd voru útskrift hennar, fylgdust með æfingu PGA Tour leikmannanna fyrir Wells Fargo mótið, en þau eru öll miklir kylfingar. Íris Katla sagði eftirfarandi um myndina af henni og Adam Scott: Lesa meira