Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 11:59

LPGA: Klatten efst á Kingsmill – Hápunktar 1. dags

Franski kylfingurinn Joanna Klatten er efst á Kingsmill Championship, sem fram fer í Williamsburg, Virginíu.

Hún lék 1. hring mótsins í gær á 6 undir pari, 65 höggum.

Klatten er e.t.v. ekki þekktasta nafnið í kvennagolfinu og má sjá kynningu Golf1 á Klatten með því að SMELLA HÉR: 

Í næstu sætum á Kingsmill eru allt bandarískir kylfingar. Í 2. sæti eru Morgan Pressel, Alison Lee og Pat Hurst aðeins 1 höggi á eftir Klatten.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: