Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 13:45

Evróputúrinn: Fylgist með Opna spænska hér!

Í dag hófst Opna spænska á El Prat golfvellinum nálægt Barcelona, sem margir Íslendingar hafa spilað á!

Mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hefir verið haldið allar götur síðan 1912 þegar Arnaud Massy sigraði.  Margir kunnir kylfingar hafa síðan þá staðið uppi sem sigurvegarar í mótinu; kylfingar á borð við Peter Thomson, Roberto DeVicenzo og  Seve Ballesteros.

Margir kunnir kylfingar taka þátt í ár menn á borð við Miguel Ángel Jiménez, Sergio Garcia og Thorbjörn Olesen. 

Leikur á 1. hring stendur nú yfir og sem stendur er Trevor Fisher Jnr. frá Suður-Afríku efstur; hefir leikið El Prat á 7 undir pari, 65 höggum.  Margir eiga þó eftir að ljúka leik.

Fylgjast má með Opna spænska á skortöflu með því að SMELLA HÉR: