
Adam Scott hitti Írisi Kötlu
Nr. 11 á heimslistanum Adam Scott hitti Írisi Kötlu Guðmundsdóttur, GR og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Myndin náðist á æfingu fyrir Wells Fargo mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour og fer fram í Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte, Norður-Karólínu, en Scott tekur þátt í því.
Íris Katla er nýútskrifuð frá Queens háskólanum í Charlotte, þar sem hún lék í 3 ár með golfliði skólans.
Íris Katla og fjölskylda hennar, sem kom frá Íslandi til að vera viðstödd voru útskrift hennar, fylgdust með æfingu PGA Tour leikmannanna fyrir Wells Fargo mótið, en þau eru öll miklir kylfingar.
Íris Katla sagði eftirfarandi um myndina af henni og Adam Scott: „ ... það tók mig lika 4 holur að safna kjarki að spyrja um mynd! Svo var eg bara í vímu eftir að hann snerti mig og samþykkti þetta!„
Scott virðist hafa tekið ljúflega í að mynd yrði tekin af honum og Írisi Kötlu. Hann hefir ár eftir ár verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur heims og ljóst að Íris Katla er öfunduð af kvenkylfingum um allan heim!
Falleg mynd af fallegum kylfingum!
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge