Adam Scott hitti Írisi Kötlu
Nr. 11 á heimslistanum Adam Scott hitti Írisi Kötlu Guðmundsdóttur, GR og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Myndin náðist á æfingu fyrir Wells Fargo mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour og fer fram í Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte, Norður-Karólínu, en Scott tekur þátt í því.
Íris Katla er nýútskrifuð frá Queens háskólanum í Charlotte, þar sem hún lék í 3 ár með golfliði skólans.
Íris Katla og fjölskylda hennar, sem kom frá Íslandi til að vera viðstödd voru útskrift hennar, fylgdust með æfingu PGA Tour leikmannanna fyrir Wells Fargo mótið, en þau eru öll miklir kylfingar.
Íris Katla sagði eftirfarandi um myndina af henni og Adam Scott: „ ... það tók mig lika 4 holur að safna kjarki að spyrja um mynd! Svo var eg bara í vímu eftir að hann snerti mig og samþykkti þetta!„
Scott virðist hafa tekið ljúflega í að mynd yrði tekin af honum og Írisi Kötlu. Hann hefir ár eftir ár verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur heims og ljóst að Íris Katla er öfunduð af kvenkylfingum um allan heim!
Falleg mynd af fallegum kylfingum!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024