Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 09:00

GB: Opna Vormótið haldið á morgun!

Indæl væta undir morguninn í gær, 14. maí 2015, gerði það að verkum að Hamarsvöllur í Borgarnesi hjá þeim GB-ingum tók verulega við sér.

Ekki sakaði að fá hlýindin sem fylgdu.

Meðfylgjandi mynd var tekin um 12.00 leytið (Uppstigningadag), en þá var sjónarmunur á vellinum frá því fyrr um morguninn.

Það spáir flottu veðri á morgun laugardaginn, 16. maí, en þá halda þeir GB-ingar sitt fyrsta Opna mót.

Hægt er að komast inn á vefsíðu GSÍ til að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 

Nú er bara að fjölmenna til Borgarness á flott mót á velli sem allur er að koma til!!!