Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2015 | 22:00

Wie sýnir stöðuna í golfi

Fyrir þau okkar sem voru  hissa yfir útskýringu Tiger um hvað gerðist hjá honum á the Waste Management Phoenix Open —þ.e. að hann hafi ekki getað notað  gluteus maximus vöðvann þ.e. stóra rassvöðvann — þá er Michelle Wie e.t.v. með svarið á hvað gerðist.

Wie sem er meistari á Opna bandaríska kvenmeistararisamótinu 2014 (US Women’s Open champion) segir að leyndarmál hennar hefjist á hvernig hún hefur staðsetur lærin.  Wie er ansi hávaxin (líkt og Tiger) þ.e. 1,85 m og hún leggur áherslu á kraftinn í lærum í æfingum sínum til þess að hún hafi góða undirstöðu undir snúninginn aftur í sveiflunni.

Ekki hafa áhyggjur af því ef þið eru ekki hávaxnir 1,85 m kvenkylfingar. Wie segir að tækni hennar og nálgun muni gagnast öllum. Hvernig hún tekur stöðuna í golfi hefir í raun skýrt vandann sem Tiger glímdi við í Phoenix.

Þegar Wie lýsir sveiflunni er hægt að sjá tvennt að lærin eru aðal kraftgjafi hennar og það eru axlirnar á Wie en ekki mjaðmir sem eru lykilatriðið í baksveiflu hennar.

Það sem kemur út úr öllu þessu eru einföld, glæsileg og mjög kraftmikil sveilfa sem hefir í sér hámarkskraft þegar kylfan snertir boltann.

Hérna má sjá stöðu Michelle Wie:

Michelle Wie