Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 14:00

PGA: Streb leiðir e. 1. dag á Wells Fargo mótinu

Það er bandaríski kylfingurinn Robert Streb, sem leiðir e. 1. dag á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, Charlotte, Norður-Karólínu.

Hann lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Það eru eflaust ekki margir sem kannast við Streb og þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér kynningu Golf 1 á Streb með því að SMELLA HÉR: 

Aðeins 1 höggi á eftir eru landar hans Kevin Chappel og Patrick Reed.

Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR: