Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Leifur, Hanna Lilja og Ingi Rúnar – 16. maí 2015

Suma daga verður varla fundinn kylfingur, sem hægt er að skrifa afmælisgrein um. Á öðrum dögum, sem þessum, er gnægð kylfinga sem á afmæli. Afmæliskylfingar dagsins eru 3 þjóðþekktir kylfingar: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG; Ingi Rúnar Gíslason, GR og Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR. Komast má á Facebook síðu kylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér: Ingi Rúnar Gíslason 16. maí 1973 (42 ára – Innilega til hamingju!!!) Birgir Leifur Hafþórsson 16. maí 1976 (39 ára – Innilega til hamingju!) Hanna Lilja Sigurðardóttir F. 16. maí 1988 (27 ára – Innilega til hamingju!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bækur Og Kiljur, 16. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 14:00

Reynið grip Arnold Palmer til að fá meiri stjórn, lengd og nákvæmni í höggum ykkar!

Fæstir myndu vilja sveiflu golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer. Hún er svolítið sérstök… en hún virkaði. Um það bera 7 risamótssigrar og 62 sigrar á PGA Tour vitni. Leyndarmál velgengni Palmers lá í gripi hans. Þegar skoðaðar eru gamlar upptökur af Palmer sést hann oft líta niður með handleggjum sínum á gripið og það er ekki óhugsandi að hann hafi vitað að hann væri með fullkomið grip og væri að fullvissa sig um að svo væri. Hér fylgja leiðbeiningar (á ensku – svo ekkert tapist í íslenskri þýðingu) hvernig gripi Arnie verði náð: HOW TO GRIP IT LIKE PALMER: Get the King’s legendary hold in five steps: 1. Set the grip under Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 12:00

Tiger með skalla

Öllu er nú velt upp í fjömiðlum og þeir sem skína skærast eru undir smásjá og fer ekkert framhjá vökulu auga fréttamanna. Spurning er síðan hvort allt sé fréttaefni. En án þess að fjölyrða um það þá hélt Tiger Woods til Sin City eftir framhjáhald sitt, sem leiddi til sambandsslitanna við Lindsey Vonn og stóð þar fyrir pókerkvöldi sem bar yfirskriftina „Tiger´s Poker Night.“ Þar tóku fjölmiðlamenn eftir því að skallablettur er farinn að myndast á höfði Tiger, en hann var auðvitað án Nike dersins síns, sem hann er venjulega með úti á golfvelli. Ekki bara leikur hans sem farinn er að þynnast! Fyrir þá sem áhuga hafa á slíkum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 11:00

LPGA: Lee efst e. 2. dag Kingsmill

Þetta er svo sannarlega keppnistímabil nýliðanna á LPGA; þeir eru að standa sig virkilega vel. Í efsta sæti í hálfleik á Kingsmill Championship, sem fram fer í Williamsburg, Virginíu er einmitt einn nýliði Alison Lee. Alison Lee er búin að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (66 67). Á hæla hennar er enn annar nýliði, Minjee Lee á 7 undir pari en 2. sætinu deilir Minjee með kylfingi, sem einnig komst í gegnum Q-school s.l. desember en er aðeins eldri í hettunni; Perrine Delacour frá Frakklandi. Alison Lee sagði eftirfarandi eftir að ljóst var að hún væri í efst e. 2. hring: „Þetta er frábær keppni. Hún er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 10:30

Korpan, Hvaleyrin og Urriðavöllur opna í dag!

Þrír stærstu golfvellir höfuðborgarsvæðisins Hvaleyrarvöllur þeirra Keilismanna, Urriðavöllur, Oddverja  og Korpan þeirra GR-inga opna í dag. Golftímabilið fer nú að hefjast fyrir alvöru! Það eru 76 Keilis-menn sem búnir eru að skrá sig í Hreinsunarmót Keilis – Opnun vallar.  170 manns eru skráðir í Opnunarmót Korpu og 173 skráðir í Opnunarmót Urriðavallar. Veður til golfiðkunar er ákjósanlegt hér á höfuðborgarsvæðinu, sól og stilla og hitinn í tveggja stafa tölu! Golf 1 verður með úrslitafrétt úr öllum mótum síðar í dag.  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 10:00

Íslandsbankamótaraðirnar hefjast eftir viku!

Íslandsbankamótaröðin fyrir börn og unglinga hefst 23. maí n.k. en fyrsta mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi. Í flokkum 17-18 ára hefst keppni á föstudeginum 22. maí en þeir flokkar leika 54 holur en 36 holur í öðrum aldurs- flokkum. Skráning er hafin og er hægt að finna upplýsingar um fjölda keppenda í hverjum flokki í upplýsingareit um mótið í mótaskrá. Fyrsta mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fer fram á Kálfatjarnarvelli Vatnsleysuströnd á sama tíma, þ.e. laugardaginn 23. maí.  Leiknar eru 18 holur á mótum Áskorendamótaraðarinnar. Áskorendamótaröð Íslandsbanka er tilvalin æfingamótaröð fyrir þá sem ekki ná forgjafarmörkum Íslandsbankamótaraðarinnar. Nú þegar þetta er ritað kl. 9:55 hafa að laugardagsmorgni 16. maí hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 04:00

PGA: Simpson og Streb leiða – Hápunktar 2. dags á Wells Fargo – Myndskeið

Ýmis glæsileg tilþrif sáust fyrr í kvöld á Wells Fargo mótinu, móti vikunnar á PGA Tour. T.a.m. fékk bandaríski kylfingurinn Colt Knost glæsilegan ás á par-3 17. holuna – nokkuð sem eiginlega bara ekki sést. Webb Simpson og Robert Streb leiða á samtals 10 undir pari, 134 höggum. Það munar 2 höggum á þeim annars vegar og Martin Flores og Patrick Rodriguez, sem deila 3. sætinu. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy,  er síðan aðeins 3 höggum frá efsta sætinu ásamt þeim Phil Mickelson og Will MacKenzie, á samtals 7 undir pari. Ýmsir góðir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð eins og t.d. Adam Scott, Camilo Villegas og Padraig Harrington. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 22:00

Evróputúrinn: Espana leiðir e. 2. dag á Opna spænska

Franski kylfingurinn Edouard Espana leiðir í hálfleik á Opna spænska. Eftir 2 spilaða hringi er Espana á samtals 7 undir pari, 137 höggum (68 69). Í 2. sæti er argentínski kylfingurinn Ricardo Gonzalez, á samtals 6 undir pari. Michael Hoey og Darren Fichardt deila síðan 3. sæti á 5 undir pari. Ofangreindir 4 kylfingar eru þeir einu sem lokið hafa 2 hringjum undir samtals 140 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Opna spænska SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Sjáið fagn Jiménez þegar hann fær ás og vinnur 288 bjóra – Myndskeið

Miguel Angel Jimenez tekur þátt í Opna spænska. Hann hafði 288 ástæður til að fagna ás sínum á 160 yaarda par-3 8. holunni á Open de Espana í dag, föstudeginum 15. maí 2015. Hann fékk nefnilega ás eftir að hafa slegið með 8-járni og vann sér inn 288 dósir af bjór. Hann fagnaði þessu með „fagni“ þ.e. með því að dansa gleðidans. Sjá má ás Jiménez og fagn hans eftir á með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——- 15. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu árið 1964. Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 84 ára, á árinu, en hann lést reyndar nánast upp á dag 2 árum síðan, þ. 17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það eð því að SMELLA HÉR: Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður. Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 59 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á The Masters, eftir að hafa Lesa meira