Takið þátt í rannsóknarverkefni um golf!
Hún Tinna Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðistúdent við Háskólann á Bifröst hafði sambandi við Golf 1 og bað um að fá að pósta könnun, sem þau væru að vinna á síðu Golf 1. Það var velkomið. Hér er um að ræða rannsóknarverkefni um golf á Akureyri. Þess er beiðst að sem flestir kylfingar (akureyskir sem aðrir) taki þátt í könnuninni. Það tekur ekki nema 1-2 mín að svara og stjórnendur verkefnisins væru mjög þakklátir ef sem flestir tækju þátt! Hér er linkurinn á könnunina SMELLIÐ HÉR:
Golf meðal keppnisgreina á Smáþjóðaleikum í fyrsta sinn – Á Korpu 1.-6. júní n.k.
Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 en leikarnir hafa einu sinni áður farið fram á Íslandi – árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt á Smáþjóðaleikunum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marinó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Landslið Íslands verða þannig skipuð á Smáþjóðaleikunum: Karlar: Kristján Þór Einarsson (Golfklúbbur Mosfellsbæjar), Haraldur Franklín Magnús (Golfklúbbur Reykjavíkur), Andri Þór Björnsson (Golfklúbbur Reykjavíkur). Konur: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (Golfklúbburinn Keilir), Sunna Víðisdóttir (Golfklúbbur Reykjavíkur), Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015: Gísla og Sunnu spáð stigameistaratitlunum
Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls verða mótin sex á Eimskipsmótaröðinni og samkvæmt spá sérfræðinga verða þau Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur stigameistarar í lok tímabilsins. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum nú eftir hádegið í dag þar sem Golfsamband Íslands kynnti keppnisdagskrána 2015 á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og helstu landsliðsverkefnin sem eru framundan hjá afrekskylfingunum. Þetta er í 27. sinn sem keppt er um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS stóðu uppi sem stigameistararar á síðasta tímabili og var það í fyrsti Lesa meira
Viðtal Horan við Rory eða öfugt?
Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal Niall Horan í One Direction við nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlory. Eða öfugt? Já, reyndar það er RORY sem tekur viðtalið við Horan. Rory fékk afhentan lista af spurningum sem golfaðdáendur höfðu lagt fyrir Horan á Twitter og tekur viðtal við hann – svarar reyndar einni spurningu sjálfur þ.e. hvor sé betri Rory að syngja eða Horan í golfi? Sjá viðtal Rory við Horan með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Anna Sólveig, Bjartmar Már og Hilmar Ingi – 20. maí 2015
Afmæliskylfingar dagsins eru eru Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Bjartmar Már Björnsson og Hilmar Ingi Jónsson. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Anna Sólveig er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún byrjaði 9 ára að æfa golf, en var 8 ára þegar hún byrjaði fyrst að prófa. Þótt ung sé að árum á hún langan og farsælan feril í golfinu. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni stúlkna 2013. Í fyrra 2014 spilaði Anna Sólveig á Eimskipsmótaröðinni og var í sveit GK, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ. Í dag er Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Anna Sólveig er m.a. Lesa meira
Rory heiðraður af Evróputúrnum
Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy var valinn leikmaður ársins og Players leikmaður ársins á European Tour Players verðlaunahátíðinni í gær. Rory fékk bæði verðlaunin við hátíðlega athöfn á Sofitel Heathrow eftir frábært ár 2014 þar sem hann sigraði á Opna breska og PGA Championship í Bandaríkjunum auk þess sem hann var lykilmaður í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Í s.l. 10 mótum á Evrópumótaröðinni hefir Rory sigrað í 5 mótum, orðið 3 sinnum í 2. sæti og 2 sinnum á topp-10. Í viðtali við Sky Sports sagði Rory: „S.l. 12 mánuðir hafa verið algerlega ótrúlegir. Ég hef unnið mikið og það hefir skilað sér. Ég hef sigrað 7 sinnum á sl. Lesa meira
LET: Reid efst fyrir 4. dag í Tyrklandi
Enski kylfingurinn Melissa Reid er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Turkish Airlines Ladies Open, en mótinu lýkur í dag. Mótið stendur 17.-20. maí 2015 í Carya Club, í Belek, Tyrklandi. Reid er búin að spila á samtals 11 undir pari, 208 höggum (65 69 74), en nokkrum áhyggjum hefir valdið að hún leikur sífellt verr þ.e. byrjaði mótið vel á 65 höggum en síðan hafa hringirnir versnað um 4 og síðan 5 högg s.l. daga. Á hæla Reid er skoska stúlkan Pamela Pretswell aðeins 1 höggi á eftir á 10 undir pari og hin skoska Sally Watson er síðan í 3. sæti; 3 höggum á eftir Reid. Verður þetta Lesa meira
Tony Jacklin: Rory þarf konu til þess halda áfram að sigra í risamótum
Tony Jacklin 70 ára er tvöfaldur risamótsmeistari (sigraði í Opna breska 1969 og Opna bandaríska 1970). Fyrir þá sem ekki þekkja Jacklin getið þið lesið kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Jacklin er mjög eftirsóttur í Bretlandi í dag til þess að tala við hátíðleg tækifæri í golfklúbbum, en hann er með mjög ákveðnar skoðanir á golfi og kylfingum, sem hann liggur ekkert á. Í miklu uppáhaldi hjá honum er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, sem hann spáir góðu gengi í ár. Um nr. 1 á heimslistanum sagði Jacklin nú nýverið að hann þyrfti konu við hlið sér til þess að halda áfram að sigra í risamótum. Lesa meira
Hættir Rory um 40 ára aldurinn?
Rory McIlroy var í viðtali hjá BBC og þá bar til tals langlífi hans í íþróttinni. Sjá má viðtal BBC við Rory með því að SMELLA HÉR: Rory hafði m.a. eftirfarandi að segja: „Ég býst ekki við að spila á öldungamótaröð (Evrópu) eða Champions Tour (öldungamótaröð PGA Tour). Ég hef alltaf talið [að ég myndi fara á eftirlaun] 40 ára. Það eru enn 14 ár eftir. Það er lengri ferill í íþróttum en flestir íþróttamenn eiga. Ég á þegar 8 ára feril …. 25 ár í þessum leik ættu væntanlega að duga til þess að ná því sem mig langar í.“
Ef DJ vinnur Opna bandaríska gefur TaylorMade drævera
Dustin Johnson (DJ) er nú þegar vinsæll. En hann á líklega eftir að verða enn vinsælli…. þ.e. ef hann sigrar á Opna bandaríska á þessu ári. Ef DJ sigrar á Chambers Bay í júní þá munu þeir sem kaupa sér dræver í PGA Tour Superstor milli 18. maí og 17. júní fá endurgreitt fyrir dræverinn sinn. Þannig að nýr R15 ($430) eða AeroBurner ($300) gætu fengist fyrir frítt! Nú er bara að vona að hinn nýbakaði pabbi, DJ, vinni fyrsta risatitil sinn!!!5










