Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2015 | 08:00

Takið þátt í rannsóknarverkefni um golf!

Hún Tinna Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðistúdent við Háskólann á Bifröst hafði sambandi við Golf 1 og bað um að fá að pósta könnun, sem þau væru að vinna á síðu Golf 1.  Það var velkomið. Hér er um að ræða rannsóknarverkefni um golf á Akureyri. Þess er beiðst að sem flestir kylfingar (akureyskir sem aðrir) taki þátt í könnuninni. Það tekur ekki nema 1-2 mín að svara og stjórnendur verkefnisins væru mjög  þakklátir ef sem flestir tækju þátt! Hér er linkurinn á könnunina SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 20:00

Golf meðal keppnisgreina á Smáþjóðaleikum í fyrsta sinn – Á Korpu 1.-6. júní n.k.

Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 en leikarnir hafa einu sinni áður farið fram á Íslandi – árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt á Smáþjóðaleikunum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marinó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Landslið Íslands verða þannig skipuð á Smáþjóðaleikunum: Karlar: Kristján Þór Einarsson (Golfklúbbur Mosfellsbæjar), Haraldur Franklín Magnús (Golfklúbbur Reykjavíkur), Andri Þór Björnsson (Golfklúbbur Reykjavíkur). Konur: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (Golfklúbburinn Keilir), Sunna Víðisdóttir (Golfklúbbur Reykjavíkur), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 18:45

Eimskipsmótaröðin 2015: Gísla og Sunnu spáð stigameistaratitlunum

Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls verða mótin sex á Eimskipsmótaröðinni og samkvæmt spá sérfræðinga verða þau Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur stigameistarar í lok tímabilsins. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum nú eftir hádegið í dag þar sem Golfsamband Íslands kynnti keppnisdagskrána 2015 á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og helstu landsliðsverkefnin sem eru framundan hjá afrekskylfingunum. Þetta er í 27. sinn sem keppt er um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS stóðu uppi sem stigameistararar á síðasta tímabili og var það í fyrsti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 17:00

Viðtal Horan við Rory eða öfugt?

Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal Niall Horan í One Direction við nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlory. Eða öfugt? Já, reyndar það er RORY sem tekur viðtalið við Horan. Rory fékk afhentan lista af spurningum sem golfaðdáendur höfðu lagt fyrir Horan á Twitter og tekur viðtal við hann – svarar reyndar einni spurningu sjálfur þ.e. hvor sé betri Rory að syngja eða Horan í golfi? Sjá viðtal Rory við Horan með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Anna Sólveig, Bjartmar Már og Hilmar Ingi – 20. maí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru eru Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Bjartmar Már Björnsson og Hilmar Ingi Jónsson.  Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Anna Sólveig er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún byrjaði 9 ára að æfa golf, en var 8 ára þegar hún byrjaði fyrst að prófa. Þótt ung sé að árum á hún langan og farsælan feril í golfinu. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni stúlkna 2013.      Í fyrra 2014 spilaði Anna Sólveig á Eimskipsmótaröðinni og var  í sveit GK, sem varð  Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ. Í dag er Anna Sólveig  í afrekshóp GSÍ.  Anna Sólveig er m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 13:00

Rory heiðraður af Evróputúrnum

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy  var valinn leikmaður ársins og Players leikmaður ársins á  European Tour Players verðlaunahátíðinni í gær. Rory fékk bæði verðlaunin við hátíðlega athöfn á Sofitel Heathrow eftir frábært ár 2014 þar sem hann sigraði á Opna breska og PGA Championship í Bandaríkjunum auk þess sem hann var lykilmaður í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Í s.l. 10 mótum á Evrópumótaröðinni hefir Rory sigrað í 5 mótum, orðið 3 sinnum í 2. sæti og 2 sinnum á topp-10. Í viðtali við Sky Sports sagði Rory: „S.l. 12 mánuðir hafa verið algerlega ótrúlegir. Ég hef unnið mikið og það hefir skilað sér.  Ég hef sigrað 7 sinnum á sl. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 08:00

LET: Reid efst fyrir 4. dag í Tyrklandi

Enski kylfingurinn Melissa Reid er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Turkish Airlines Ladies Open, en mótinu lýkur í dag. Mótið stendur 17.-20. maí 2015 í Carya Club, í Belek, Tyrklandi. Reid er búin að spila á samtals 11 undir pari, 208 höggum (65 69 74), en nokkrum áhyggjum hefir valdið að hún leikur sífellt verr þ.e. byrjaði mótið vel á 65 höggum en síðan hafa hringirnir versnað um 4 og síðan 5 högg s.l. daga. Á hæla Reid er skoska stúlkan Pamela Pretswell aðeins 1 höggi á eftir á 10 undir pari og hin skoska Sally Watson er síðan í 3. sæti; 3 höggum á eftir Reid. Verður þetta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 07:30

Tony Jacklin: Rory þarf konu til þess halda áfram að sigra í risamótum

Tony Jacklin 70 ára er tvöfaldur risamótsmeistari (sigraði í Opna breska 1969 og Opna bandaríska 1970). Fyrir þá sem ekki þekkja Jacklin getið þið lesið kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR:  Jacklin er mjög eftirsóttur í Bretlandi í dag til þess að tala við hátíðleg tækifæri í golfklúbbum, en hann er með mjög ákveðnar skoðanir á golfi og kylfingum, sem hann liggur ekkert á. Í miklu uppáhaldi hjá honum er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, sem hann spáir góðu gengi í ár. Um nr. 1 á heimslistanum sagði Jacklin nú nýverið að hann þyrfti konu við hlið sér til þess að halda áfram að sigra í risamótum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 22:00

Hættir Rory um 40 ára aldurinn?

Rory McIlroy var í viðtali hjá BBC og þá bar til tals langlífi hans í íþróttinni. Sjá má viðtal BBC við Rory með því að SMELLA HÉR: Rory hafði m.a. eftirfarandi að segja: „Ég býst ekki við að spila á öldungamótaröð (Evrópu) eða Champions Tour (öldungamótaröð PGA Tour). Ég hef alltaf talið [að ég myndi fara á eftirlaun] 40 ára. Það eru enn 14 ár eftir. Það er lengri ferill í íþróttum en flestir íþróttamenn eiga. Ég á þegar 8 ára feril …. 25 ár í þessum leik ættu væntanlega að duga til þess að ná því sem mig langar í.“

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 21:15

Ef DJ vinnur Opna bandaríska gefur TaylorMade drævera

Dustin Johnson (DJ) er nú þegar vinsæll. En hann á líklega eftir að verða enn vinsælli…. þ.e. ef hann sigrar á Opna bandaríska á þessu ári. Ef DJ sigrar á Chambers Bay í júní þá munu þeir sem kaupa sér dræver í PGA Tour Superstor milli 18. maí og 17. júní fá endurgreitt fyrir dræverinn sinn. Þannig að nýr  R15 ($430) eða AeroBurner ($300) gætu fengist fyrir frítt! Nú er bara að vona að hinn nýbakaði pabbi, DJ, vinni fyrsta risatitil sinn!!!5