Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gwladys Nocera – 22. maí 2015

Það er franski kylfingurinn Gwladys Nocera sem er afmæliskylfingur Golf 1 í dag.  Gwladys er fædd 22. maí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Hún varð í 2. sæti á síðasta móti LET í Tyrklandi nú um daginn og er oftar en ekki ofarlega á LET mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963);  Geir Gunnarsson, 22. maí 1952 (63 ára); Hildur Gylfadóttir, GK (48 ára); Sveinberg Gíslason, GK 22. maí 1970 (45 ára); Elías Björgvin Sigurðsson, 22. maí 1997 (18 ára) og Hafdís Huld Þrastardóttir og Sonja Þorsteinsdóttir og Jeff Fletcher. Golf 1 óskar kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 14:00

Donald hættir við sveiflubreytingar

Luke Donald er dottinn niður í 60. sætið á heimslistanum. Honum hefir einfaldlega ekkert gengið vel; hvorki á PGA né Evróputúrnum. En nú eru breytingar á dagskrá. Donald tekur nú þátt í BMW PGA Championship í Wentworth. Aðspurður hvort hann ætlaði bara ekki að fara að fordæmi landa síns Paul Casey og hætta algerlega að spila á Evróputúrnum (til að geta einbeitt sér að PGA) sagði Donald: „Þar sem ég hef runnið niður heimslistann verð ég af allri alvöru að hugsa um eitthvað slíkt á næsta ári, ef hann (leikur minn) á að verða eitthvað betri.)“ Donald sagðist hafa séð til Justin Rose þegar Rose sigraði á Opna bandaríska og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 12:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Keppni á 1. móti ársins hófst í morgun á Akranesi

Fyrsta höggið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili var slegið kl. 9.00 í morgun á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum. Veðrið er ljómandi gott á Akranesi þessa stundina en elstu keppendurnir í flokknum 17-18 ára leika 54 holur á þremur dögum. Á laugardag og sunnudag bætast 15-16 ára flokkurinn við keppendahópinn og 14 ára og yngri hefja einnig leik á morgun.  Sjá má nokkrar myndir ljósmyndara GSÍ með því að SMELLA HÉR:  Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 11:15

8 ára gutti fær lof hjá Rory

Sean Reddy, 8 ára írskur gutti, var ásamt pabba sínum í „strákahelgarferð“ í London, þar sem meiningin var að fara á tónleika. Þeir komu líka við í Niketown, gríðarstórri íþróttavöruverslun Nike í miðborg London og þar æfði Sean litli sveifluna sína í golfhermi, sem þar var. Hann hafði ekki hugmynd um að þeir hjá Nike voru að fylgjast með honum og hrifnir af 140 yarda drævum hans. Þeir töluðu við pabba Sean og fengu hann til þess að framlengja helgina fram á mánudaginn s.l. en þá var Rory staddur í London og Sean fékk að hitta hetju sína. Rory var mjög hrifinn af sveiflu Sean, ja reyndar svo hrifinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 10:00

GF: Flúðasveppmótið á morgun!

Flúðasveppamótið er eldri kylfingamót þar sem leikin er punktakeppni og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í hverjum aldursflokki fyrir sig (höggleikur án forgj.), alls 5 verðlaun. Flúðasveppurinn er veittur fyrir besta skor mótsins án forgjafar. Einungis karlar 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri geta unnið Flúðasveppinn. Verðlaunin eru að sjálfsögðu líka gómsætir Flúðasveppir …. þannig að nú er um að gera að skrá sig í mót og drífa sig að Flúðum á morgun og sigra til þess að eiga í gómsætt svepparísottó, sveppaböku eða annað sem hugurinn girnist.  Ef sigur vinnst ekki má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 08:15

LET Access: Ólafía og Valdís við keppni í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja leik í dag á PGA Halmstad Ladies Open by Haverdal mótinu, en það fer fram í Haverdals golfklúbbnum í Halmstad, Svíþjóð. Mótið stendur dagana 22.-24. maí 2015. Ólafía Þórunn er þegar farin út og hefir átt ansi erfiða byrjun er komin á 3 yfir par, eftir aðeins 6 spilaðar holur.  Hún fór út af 10. teig og er þegar búin að fá 1 skolla og 1 skramba. Vonandi að hún eigi eftir að taka þetta svolítið tilbaka og laga stöðuna! Valdís Þóra fer út kl. 13:30 að staðartíma (þ.e. kl. 11:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Það er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 04:55

PGA: 4 leiða e. 1. dag á Crowne Plaza Inv

Það eru 4 kylfingar sem eru í forystu á Crowne Plaza Invitational, sem fram fer á Colonial, Ft. Worth í Texas. Þar fremstan í flokki ber að telja heimamanninnn og Masters sigurvegarann unga Jordan Spieth, en þeir sem deila forystunni með honum eru Kevin Na, Boo Weekley og Ryo Ishikawa. Allir léku þessir 4 Colonial á 6 undir pari, 64 höggum. Tveir deila 5. sætinu: annar „mest ofmetnu kylfinga PGA Tour“ Ian Poulter og bandaríski kylfingurinn George McNeill en þeir eru aðeins 1 höggi á eftir fjórmenningaklíkunni í 1. sæti, þ.e. léku á 5 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Crowne Plaza eftir 1. dag SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2015 | 21:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sveinn Snorrason og Eyþór Eiríksson – 21. maí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Sveinn Snorrason og Eyþór Eiríksson.  Sveinn er fæddur 21. maí 1925 og á því 90 ára merkisafmæli í dag. Eyþór er fæddur 21. maí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu Eyþórs hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Andersen, 21. maí  1964 (51 árs); Manuel Lara, 21. maí 1977 (38 ára); Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (32 ára) ; Gary Woodland, 21. maí 1984 (31 árs); John Huh, 21. maí 1990 (25 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2015 | 20:00

LPGA: Reid sigraði í Tyrklandi

Enski kylfingurinn Melissa Reid sigraði á Turkish Airlines Ladies Open. Mótið fór fram dagana 17.-20. maí 2015 og lauk því í gær. Sigur Reid var nokkuð afgerandi en hún átti 4 högg á næsta keppanda, franska kylfinginn Gwladys Nocera. Reid lék á samtals 11 undir pari, 281 höggi (65 69 74 73). Golfdrottningin Laura Davies varð í 3. sæti á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Molinari frábær á Wentworth – Hápunktar 1. dags BMW PGA meistaramótsins

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari er einn efstur á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, þ.e. eftir 1. dag BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth, í Virginia Water, Surrey, í  Englandi. Molinari lék á 7 undir pari, 65 höggum. Hann skilaði hreinu skollalausu skorkorti með 7 fuglum. Í 2. sæti er Svíinn Robert Karlsson, sem ekki hefir sést lengi í toppsæti móta og gaman að sjá hann aftur þar! Karlson er 2 höggum á eftir Molinari; lék á 5 undir pari, 67 höggum. Fimm deila 3. sæti þ.á.m. Miguel Ángel Jiménez á 4 undir pari, 68 höggum. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy lék á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 23. sæti Lesa meira