Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Anna Sólveig, Bjartmar Már og Hilmar Ingi – 20. maí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru eru Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Bjartmar Már Björnsson og Hilmar Ingi Jónsson. 

Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Anna Sólveig er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún byrjaði 9 ára að æfa golf, en var 8 ára þegar hún byrjaði fyrst að prófa. Þótt ung sé að árum á hún langan og farsælan feril í golfinu. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni stúlkna 2013.      Í fyrra 2014 spilaði Anna Sólveig á Eimskipsmótaröðinni og var  í sveit GK, sem varð  Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ.

Kvennaveit GK - Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ 2014

Kvennaveit GK – Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ 2014 – Anna Sólveig í efri röð 4.f.h.

Í dag er Anna Sólveig  í afrekshóp GSÍ.  Anna Sólveig er m.a. andlit Smáþjóðaleikanna, sem fram fara á Íslandi 1.-6. júní 2015. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu

Anna Sólveig (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Bjartmar Már er fæddur 20. maí 1990 og á því 25 ára afmæli í dag. Bjartmar Már er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. spilað knattspyrnu með ÍA.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Bjartmari Má til hamingju með árin 25 hér að neðan…

Bjartmar Már

Bjartmar Már (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Þriðji afmæliskylfingurinn sem á merkisafmæli í dag er Hilmar Þór Jónsson, Hilmar er fæddur 20. maí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hilmars Þór til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan

Hilmar Ingi Jónsson. Mynd: Í einkaeigu

Hilmar Ingi  (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dave Hill, 20. maí 1937- d. 27. september 2011 (bróðir Mike Hill, f. 27. janúar 1939) Vann Harry Vardon skjöldinn ´69;  Geir Jónsson, 20. maí 1964 (51 árs); Liselotte Neumann, 20. maí 1966 (49 ára); David Smail, 20. maí 1970 (45 ára); Bylgja Dís Erlingsdóttir GSG, 20. maí 1978 (37 ára); Þórunn Ósk Haraldsdóttir, 20. maí 1979 (36 ára) og Ingunn Henriksen.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is