Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 08:00

LET: Reid efst fyrir 4. dag í Tyrklandi

Enski kylfingurinn Melissa Reid er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Turkish Airlines Ladies Open, en mótinu lýkur í dag.

Mótið stendur 17.-20. maí 2015 í Carya Club, í Belek, Tyrklandi.

Reid er búin að spila á samtals 11 undir pari, 208 höggum (65 69 74), en nokkrum áhyggjum hefir valdið að hún leikur sífellt verr þ.e. byrjaði mótið vel á 65 höggum en síðan hafa hringirnir versnað um 4 og síðan 5 högg s.l. daga.

Á hæla Reid er skoska stúlkan Pamela Pretswell aðeins 1 höggi á eftir á 10 undir pari og hin skoska Sally Watson er síðan í 3. sæti; 3 höggum á eftir Reid.

Verður þetta enskur eða skoskur sigur í dag …. eða sigrar einhver allt önnur?

Fylgjast má með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: