GA: Opnun Jaðars á sunnudag
Næstkomandi laugardag, 23, maí verður vinnudagur á Jaðri. Hefst vinnudagurinn kl. 10:00 og vonast þeir hjá GA að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta GA félaga 🙂 Að vinnudegi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og svo munu þeir sem tóku til hendinni skella sér í golf. Jaðar opnar svo formlega sunnudaginn 24. maí. Við munum því miður ekki geta opnað meira en holur 1 – 9 þar sem enn er nokkur bleyta í suður vellinum. Hann verður opnaður um leið og tækifæri gefst til í næstu viku. Einnig hefur verið tekið ákvörðun um það að bíða aðeins með að opna nýju brautirnar. Vorið hefur verið kalt og Lesa meira
GÁS: Ásatúnsvöllur opnar á laugard.
Starfsdagur verður á laugardaginn 23 mai, kl 9.00. Vænst er að félagar mæti með hrífu eða skóflu og taki til hendinni. Opnunarmót verður síðan kl 14.00 og er það texas scramble 18 holur. Eftir mót verður grillað . VÖLLURINN VERÐUR OPNAÐUR KL.10.00 OG ERU ALLIR VELKOMNIR. Félögum golfklúbbsins er bent á að nota fríann hring sem er innifalinn í félagsgjaldinu.
Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Birna Bergsveinsdóttir – 19. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Áslaug Birna Bergsveinsdóttir. Áslaug Birna er fædd 19. maí 1995 og því 20 ára stór- afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Áslaug Birna Bergsveinsdóttir (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vilborg Ingvaldsdottir, 19. maí 1951 (64 ára) Ingjaldur Gjalli Valdimarsson, 19. maí 1961 (54 ára) Michael Dean Standly 19. maí 1964 (51 árs); KJ Choi 19. maí 1970 (45 ára); Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (45 ára); Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum (21 árs)og Fatasíða Á Akureyri. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
Kaymer vill láta fresta PGA Championship
Tvöfaldur risamótssigurvegari Martin Kaymer hefir hvatt Evrópumótaröðina til þess að færa flaggskipsmót sitt þar til síðar í sumar. The European PGA Championship hefst á Wentworth n.k. fimmtudag og Þjóðverjinn (Kaymer) finnst að það sé of snemmt á keppnistímabilinu og að keppendur muni ekki sjá völlinn í sínu besta. Kaymer, sem er US PGA Champion árið 2010 og sigurvegari Opna bandaríska 2014 og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy munu spila í mótinu en margar stórstjörnur hafa dregið sig úr mótinu. Þeir sem hafa dregið sig úr mótinu eru: Sergio Garcia, Ian Poulter, Henrik Stenson og Paul Casey og nú á síðustu og verstu hefir enn eitt stóra nafnið dregið sig úr mótinu, þ.e. nr. Lesa meira
Reed dregur sig úr mótum í Evrópu
Patrick Reed, sem er með keppnisrétt á Evróputúrnum dró sig úr flaggskipsmóti mótaraðarinnar PGA Championship á Wentworth. Jafnframt hefir hann gefið út að hann ætli ekki að vera með á Opna írska. Í staðinn ætlar hann að keppa á Crowne Plaza mótinu á PGA mótaröðinni í þessari viku. „Ég hlakka virkilega til að spila á Evrópumótaröðinni á þessu ári, sem gerir mig enn vonsviknari að draga mig úr Wentworth og Opna írska,“ sagði hinn 24 ára Reed. „Ég get ekki alltaf ferðast til Evrópu. Einlægar afsakanir til skipuleggjenda mótsins og áhangendanna. Þakka ykkur fyrir stuðninginn.“
GVG: Stjórnarfundur 17/5 2015
Stjórnarfundur fór fram hjá Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði sunnudaginn 17. maí 2015. Skýrsla stjórnar er eftirfarandi: Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr þann 17.05.2015 Haldinn í húsnæði HSH í Samkomuhúsinu. Mættir: Garðar, Ágúst, Ásgeir, Guðrún Björg, Kristín og Systa sem ritar fundargerð í fjarveru Unnar Birnu. 1. Fundur settur. Guðrún formaður kvennanefndar boðin velkomin 2. Fundargerð síðasta fundar. Var ekki lesin þar sem gleymdist að prenta hana út. 3. Verðlaun. Garðar sagði frá til boðum Golfskálans varðandi verðlaun. 4. Samráðsfundur golfklúbba þann 5.maí. Mostri, Vestarr og Staðarsveit hittust. Mótaröð verður á sunnudögum og mótsgjald hækkað í 2000.- Góð umræða um samstarf og samvinnu milli klúbbanna. 5. Vinnudagur 23.maí. Vinnudagur verður þann 23.maí kl.14.00. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorkell Þór Gunnarsson – 18. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Þorkell Þór Gunnarsson. Þorkell Þór er fæddur 18. maí 1980 og er því 35 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Þorkell Þór Gunnarsson, (35 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (64 ára); Joe Naomichi Ozaki 18. maí 1956 (59 ára); Ágústa Dúa Jónsdóttir, NK, 18. maí 1956 (59 ár) Tom Jackson 18. maí 1960 (55 ára); Sigurrós Allansdóttir, 18. maí 1964 (51 árs) Jaime Gomez 18. maí 1967 (48 ára); Sideri Vanova, 18. maí 1989 (26 ára), tékknesk spilar á LET Access. Golf 1 óskar Lesa meira
LPGA: Lee sigurvegari Kingsmill!
Það var nýliðinn Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari í Kingsmill Championship, sem lauk í gær 17. maí 2015 í Williamsburg, Virginíu. Minjee er ein af þessum ofurnýliðum í nýliðahópnum á LPGA í ár og er þetta hennar fyrsti sigur á mótaröðinni. Minjee lék á samtals á 15 undir pari, 269 höggum (68 67 69 65) og vann sér inn $ 195.000 þ.e. rúmar 25 milljónir íslenskra króna. Hún átti 2 högg á So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, sem hafnaði í 2. sæti og 3 högg á bandaríska nýliðann á LPGA (og nöfnu sína) Alison Lee, sem lék á samtals 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Lesa meira
GK: Ólafur Arnar 12 ára með ás!
Nú þegar farið er að glitta í sumarið og kylfingar farnir á stjá, þá er alltaf gaman að segja frá skemmtilegum uppákomum Þann 4. maí síðastliðinn fór ungur kylfingur í Keili, Ólafur Arnar Jónsson holu í höggi á Sveinskotsvelli á 5. braut. Við verkið notaði Ólafur Arnar 8 járn. . Ólafur Arnar er einn af efnilegri kylfingum í klúbbnum og er einungis 12 ára gamall. Golf 1 óskar Ólafi til innilega til hamingju með draumahöggið!
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst keppir um stóra titilinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tryggði sér sæti á lokamóti NCAA háskólamótaraðarinnar, með því að enda í sjötta sæti á San Diego Regional meistaramótinu sem lauk í gær. Guðmundur Ágúst er fyrsti kylfingurinn úr röðum ETSU háskólaliðsins sem kemst í úrslitakeppni NCAA frá árinu 2010 – en ETSU liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á samtals þremur höggum undir pari á The Farms vellinum í San Diego, 213 höggum. Hann var með bestan árangur af þeim kylfingum sem voru í liðum sem náðu ekki að komast í úrslitakeppnina. Alls fékk Guðmundur Ágúst ellefu fugla á hringjunum þremur og þar af þrjá á fyrri 9 holunum á lokahringnum. Lesa meira










