Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 22:00

Hættir Rory um 40 ára aldurinn?

Rory McIlroy var í viðtali hjá BBC og þá bar til tals langlífi hans í íþróttinni.

Sjá má viðtal BBC við Rory með því að SMELLA HÉR:

Rory hafði m.a. eftirfarandi að segja:

Ég býst ekki við að spila á öldungamótaröð (Evrópu) eða Champions Tour (öldungamótaröð PGA Tour). Ég hef alltaf talið [að ég myndi fara á eftirlaun] 40 ára. Það eru enn 14 ár eftir. Það er lengri ferill í íþróttum en flestir íþróttamenn eiga. Ég á þegar 8 ára feril …. 25 ár í þessum leik ættu væntanlega að duga til þess að ná því sem mig langar í.“