Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 13:00

Rory heiðraður af Evróputúrnum

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy  var valinn leikmaður ársins og Players leikmaður ársins á  European Tour Players verðlaunahátíðinni í gær.

Rory fékk bæði verðlaunin við hátíðlega athöfn á Sofitel Heathrow eftir frábært ár 2014 þar sem hann sigraði á Opna breska og PGA Championship í Bandaríkjunum auk þess sem hann var lykilmaður í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum.

Í s.l. 10 mótum á Evrópumótaröðinni hefir Rory sigrað í 5 mótum, orðið 3 sinnum í 2. sæti og 2 sinnum á topp-10.

Í viðtali við Sky Sports sagði Rory: „S.l. 12 mánuðir hafa verið algerlega ótrúlegir. Ég hef unnið mikið og það hefir skilað sér.  Ég hef sigrað 7 sinnum á sl. 12 mánuðum og ég er bara að reyna að halda áfram og bæta við sigrum.  Það er um mikið að spila á þessu ári; ég hef byrjað vel og verð bara að halda svona áfram.“

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka vann líka 2 verðlaun; hann hlaut  Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin og the Challenge Tour Graduate of the Year verðlaunin eftir að hafa sigrað á  Turkish Airlines Open s.l. nóvember og fylgja því síðan eftir með 4 öðrum topp-10 áröngrum.

Jamie Donaldson vann verðlaunin fyrir högg ársins, fyrir aðhöggið sem tryggði sigurstigið fyrir Ryder lið Evrópu.

Rory sagði m.a.: „Jafnvel með hliðsjón af öllum persónulegum sigrum mínum á s.l. ári þá var langskemmtilegast á Ryder Cup.“