Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 18:45

Eimskipsmótaröðin 2015: Gísla og Sunnu spáð stigameistaratitlunum

Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls verða mótin sex á Eimskipsmótaröðinni og samkvæmt spá sérfræðinga verða þau Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur stigameistarar í lok tímabilsins. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum nú eftir hádegið í dag þar sem Golfsamband Íslands kynnti keppnisdagskrána 2015 á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og helstu landsliðsverkefnin sem eru framundan hjá afrekskylfingunum.

Þetta er í 27. sinn sem keppt er um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS stóðu uppi sem stigameistararar á síðasta tímabili og var það í fyrsti stigameistaratitill þeirra beggja.

Sunna, GR. Mynd: gsimyndir.net

Sunna, GR. Mynd: gsimyndir.net

Sunna fékk 53 stig af alls 80 mögulegum í spá sérfræðinganna sem valdir voru af GSÍ. Þar á eftir komu þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (46), Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (39), Karen Guðnadóttir, GS (31) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (17).

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Gísli fékk 51 stig af alls 80 mögulegum en þar á eftir komu þeir Kristján Þór Einarsson, GM (46), Haraldur Franklín Magnús, GR (26), Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (20) og Axel Bóasson, GK (19)