Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2015 | 07:30

Tony Jacklin: Rory þarf konu til þess halda áfram að sigra í risamótum

Tony Jacklin 70 ára er tvöfaldur risamótsmeistari (sigraði í Opna breska 1969 og Opna bandaríska 1970).

Fyrir þá sem ekki þekkja Jacklin getið þið lesið kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR: 

Jacklin er mjög eftirsóttur í Bretlandi í dag til þess að tala við hátíðleg tækifæri í golfklúbbum, en hann er með mjög ákveðnar skoðanir á golfi og kylfingum, sem hann liggur ekkert á.

Í miklu uppáhaldi hjá honum er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, sem hann spáir góðu gengi í ár.

Um nr. 1 á heimslistanum sagði Jacklin nú nýverið að hann þyrfti konu við hlið sér til þess að halda áfram að sigra í risamótum.  Jacklin sver sig þar með í hóp eldri kylfinga sem telja að fjölskyldulífið þurfi að vera í góðu horfi og í raun forsenda velgengni í golfi. Aðrir sem er sammála Jacklin að þessu leyti er t.a.m. golfgoðsögnin Gary Player.

Jacklin bendir á Tiger sem dæmi um kylfing þar sem allt er í steik, m.a. vegna fjölskyldulífs en líka vegna þess að Jacklin telur Tiger of kröftugan og sveiflan hjá honum sé ekki sú sama og áður var.

Rory McIlroy

Rory McIlroy

En um Rory sagði Jacklin eftirfarandi:

Það er ekkert hægt að sjá í gegnum menn en það sem ég dáist að við Rory er að hann hefir að markmiði að sigra í risamótum.  Það er klár hugsun og frábær nálgun.“

Það sem (Jack) Nicklaus gerði vel var að halda lífi sínu í jafnvægi. Hann átti fjölskyldu, var í viðskiptum s.s. golfvallar hönnun og hann spilaði golf.  Hann stjórnaði þessu öllu ótrúlega vel í langan tíma.

Rory getur gert svipað, róast niður og fundið sér konu sem styður hann og líf hans á svipaðan hátt og Nicklaus og þá held ég að honum muni farnast vel.  En eins síns liðs, held ég að honum muni leiðast eftir 4-5 ár.

Allskyns hlutir henda og ekkert stendur í stað, en ef manni er hent út í fjölskyldustofnun og maður lifir lífinu eins og því var ætlað, í góðu jafnvægi þá held ég að hann muni ná mjög langt.

Rory hefir svo sannarlega hæfileikana til þess að gera stórkostlega hluti, en enginn getur séð framtíðina. Þetta er virkilega bara spurningin um hvernig hann stjórnar lífi sínu. Jack (Nicklaus) var heppinn með meiðsl en Tiger var það ekki, með öll meiðsl sín sem og óstöðugt ástarlíf, þannig að hver veit hvernig Rory muni farnast?