Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 21:15

Ef DJ vinnur Opna bandaríska gefur TaylorMade drævera

Dustin Johnson (DJ) er nú þegar vinsæll.

En hann á líklega eftir að verða enn vinsælli…. þ.e. ef hann sigrar á Opna bandaríska á þessu ári.

Ef DJ sigrar á Chambers Bay í júní þá munu þeir sem kaupa sér dræver í PGA Tour Superstor milli 18. maí og 17. júní fá endurgreitt fyrir dræverinn sinn.

Þannig að nýr  R15 ($430) eða AeroBurner ($300) gætu fengist fyrir frítt!

Nú er bara að vona að hinn nýbakaði pabbi, DJ, vinni fyrsta risatitil sinn!!!5