Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 12:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Keppni á 1. móti ársins hófst í morgun á Akranesi

Fyrsta höggið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili var slegið kl. 9.00 í morgun á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum.
Veðrið er ljómandi gott á Akranesi þessa stundina en elstu keppendurnir í flokknum 17-18 ára leika 54 holur á þremur dögum. Á laugardag og sunnudag bætast 15-16 ára flokkurinn við keppendahópinn og 14 ára og yngri hefja einnig leik á morgun.  Sjá má nokkrar myndir ljósmyndara GSÍ með því að SMELLA HÉR: 
Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholtsvelli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli.
Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Fyrsta mótið á Áskorendamótaröðinni hefst á Kálfatjarnarvelli á laugardaginn hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar.
Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri.
Mótin á Íslandsbankamótaröðinni sumarið 2015:
23.-24. maí: Garðavöllur, Akranesi (1)
5.-7. júní: Strandarvöllur, Hellu (2) – Íslandsmótið í holukeppni.
20.-21. júní: Húsatóftavöllur, Grindavík (3)
17.-19. júlí: Grafarholtsvöllur, Reykjavík (4) – Íslandsmótið í höggleik.
22.-23. ágúst: Hamarsvöllur, Borgarnesi (5)
5.-6. september: Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði (6)
Mótin á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sumarið 2015:
23. maí: Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd (1)
6. júní: Svarfhólfsvöllur, Selfossi (2)
20. júní: Kirkjubólsvöllur, Sandgerði (3)
18.-19. júlí: Bakkakotsvöllur, Mosfellsdal(4)
22.-23. ágúst: Glannavöllur, Borgarfirði (5)
5. september: Nesvöllur, Seltjarnarnesi (6)