Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 14:00

Donald hættir við sveiflubreytingar

Luke Donald er dottinn niður í 60. sætið á heimslistanum.

Honum hefir einfaldlega ekkert gengið vel; hvorki á PGA né Evróputúrnum.

En nú eru breytingar á dagskrá. Donald tekur nú þátt í BMW PGA Championship í Wentworth.

Aðspurður hvort hann ætlaði bara ekki að fara að fordæmi landa síns Paul Casey og hætta algerlega að spila á Evróputúrnum (til að geta einbeitt sér að PGA) sagði Donald:

Þar sem ég hef runnið niður heimslistann verð ég af allri alvöru að hugsa um eitthvað slíkt á næsta ári, ef hann (leikur minn) á að verða eitthvað betri.)“

Donald sagðist hafa séð til Justin Rose þegar Rose sigraði á Opna bandaríska og hann dáðist mjög að því hvernig Rose var að slá og ákvað að ráðast í sveiflubreytingar.

Ég fór til Chuck Cook og vann með honum í 13 mánuði eða svo.  Það sem hann var að reyna að gera í sveiflu minni var ég einfaldlega ekki að ná.  Þær stöður sem hann [Cook] vildi koma mér í, myndi hafa tekið líkama minn langan tíma. Bara að brjóta niður erfðakóðann (DNA-ið) í golfinu mínu var erfitt.“

Hvað í ósköpunum var Cook að gera við góða sveiflu Luke Donald?

Hann var að reyna að fá mig nær eins-plans sveiflu þar sem ég væri að nota stærri vöðvana meira og slá boltann meira með sveiflunni og taka hendurnar úr sveiflunni.  En þegar ég fór djúpt í þetta fóru mjaðmir mínar til vinstri og efri hluti líkamans til hægri og úr þeirri stöðu var mjög erfitt að framkvæma sveifluna. Mér líkaði við aðferð hans og mér líkaði við Chuck. Því miður var þetta ekki að virka fyrir mig.“

Í lok árs fór Luke Donald aftur til gamla sveifluþjálfara síns Pat Goss og þeir hafa verið að vinna í hlutum sem þeir hafa verið að vinna í, í 15 ár.

Ég held ég hafi fókusað of mikið á veikleika mína. Fókusinn er núna aðeins meiri á styrkleika mínum.  Það hafa verið augnablik á vellinum þar sem ég hef verið langt niðri, hef orðið fyrir vonbrigðum og reiður; allt þetta.  En það hefst ekkert með væli. Ég er reyndar miklu nær (árangri) heldur en fólk heldur.“

Vonandi að úr rætist fyrir Luke Donald í sumar og hann nái að hækka sig á heimslistanum.

Sem stendur er Luke Donald T-6 á BMW PGA Championship, eftir tvo ágæta hringi upp á samtals 140 högg (70 70).