Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 10:00

GF: Flúðasveppmótið á morgun!

Flúðasveppamótið er eldri kylfingamót þar sem leikin er punktakeppni og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í hverjum aldursflokki fyrir sig (höggleikur án forgj.), alls 5 verðlaun.
Flúðasveppurinn er veittur fyrir besta skor mótsins án forgjafar. Einungis karlar 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri geta unnið Flúðasveppinn.

Verðlaunin eru að sjálfsögðu líka gómsætir Flúðasveppir …. þannig að nú er um að gera að skrá sig í mót og drífa sig að Flúðum á morgun og sigra til þess að eiga í gómsætt svepparísottó, sveppaböku eða annað sem hugurinn girnist.  Ef sigur vinnst ekki má alltaf koma við hjá Flúðabændum og birgja sig upp af sveppunum góðu!

Keppt er í eftirfarandi flokkum:
Karlar 40 til 54 ára
Karlar 55 ára og eldri
Karlar 70 ára og eldri
Konur 50 til 64 ára
Konur 65 ára og eldri

Auk þess verða veitt verðlaun fyrir næst holu á 2. og 9. braut og fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á 18. braut.
Mótsgjald er 4.000 kr.
Skráning er á golf.is og í síma 486-6454.  Hér er tengill inn á skráningarvef golf.is, þar sem skrá má sig í mótið SMELLIÐ HÉR: