Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 08:15

LET Access: Ólafía og Valdís við keppni í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja leik í dag á PGA Halmstad Ladies Open by Haverdal mótinu, en það fer fram í Haverdals golfklúbbnum í Halmstad, Svíþjóð.

Mótið stendur dagana 22.-24. maí 2015.

Ólafía Þórunn er þegar farin út og hefir átt ansi erfiða byrjun er komin á 3 yfir par, eftir aðeins 6 spilaðar holur.  Hún fór út af 10. teig og er þegar búin að fá 1 skolla og 1 skramba. Vonandi að hún eigi eftir að taka þetta svolítið tilbaka og laga stöðuna!

Valdís Þóra fer út kl. 13:30 að staðartíma (þ.e. kl. 11:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Það er vonandi að stelpunum okkar gangi sem allra best!!!

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: