Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2015 | 20:00

LPGA: Reid sigraði í Tyrklandi

Enski kylfingurinn Melissa Reid sigraði á Turkish Airlines Ladies Open.

Mótið fór fram dagana 17.-20. maí 2015 og lauk því í gær.

Sigur Reid var nokkuð afgerandi en hún átti 4 högg á næsta keppanda, franska kylfinginn Gwladys Nocera.

Reid lék á samtals 11 undir pari, 281 höggi (65 69 74 73).

Golfdrottningin Laura Davies varð í 3. sæti á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: