Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Molinari frábær á Wentworth – Hápunktar 1. dags BMW PGA meistaramótsins

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari er einn efstur á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, þ.e. eftir 1. dag BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth, í Virginia Water, Surrey, í  Englandi.

Molinari lék á 7 undir pari, 65 höggum. Hann skilaði hreinu skollalausu skorkorti með 7 fuglum.

Í 2. sæti er Svíinn Robert Karlsson, sem ekki hefir sést lengi í toppsæti móta og gaman að sjá hann aftur þar!

Karlson er 2 höggum á eftir Molinari; lék á 5 undir pari, 67 höggum.

Fimm deila 3. sæti þ.á.m. Miguel Ángel Jiménez á 4 undir pari, 68 höggum.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy lék á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 23. sæti með Justin Rose og 13 öðrum.

Til þess að að sjá stöðuna eftir 1. dag BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR: