Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 11:15

8 ára gutti fær lof hjá Rory

Sean Reddy, 8 ára írskur gutti, var ásamt pabba sínum í „strákahelgarferð“ í London, þar sem meiningin var að fara á tónleika.

Þeir komu líka við í Niketown, gríðarstórri íþróttavöruverslun Nike í miðborg London og þar æfði Sean litli sveifluna sína í golfhermi, sem þar var.

Hann hafði ekki hugmynd um að þeir hjá Nike voru að fylgjast með honum og hrifnir af 140 yarda drævum hans.

Þeir töluðu við pabba Sean og fengu hann til þess að framlengja helgina fram á mánudaginn s.l. en þá var Rory staddur í London og Sean fékk að hitta hetju sína.

Rory var mjög hrifinn af sveiflu Sean, ja reyndar svo hrifinn að hann bað stráksa um eiginhandaráritun, sem gæti verið einhver besta fjárfesting hans þegar til lengri tíma er litið.

Rory leysti Sean síðan út með gjöf, Nike dræver og Sean var himinlifandi með ferðina til London.

Hér má sjá myndskeið af viðtali sem tekið var við Sean eftir fundinn með Rory SMELLIÐ HÉR: