Jordan Spieth
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2015 | 04:55

PGA: 4 leiða e. 1. dag á Crowne Plaza Inv

Það eru 4 kylfingar sem eru í forystu á Crowne Plaza Invitational, sem fram fer á Colonial, Ft. Worth í Texas.

Þar fremstan í flokki ber að telja heimamanninnn og Masters sigurvegarann unga Jordan Spieth, en þeir sem deila forystunni með honum eru Kevin Na, Boo Weekley og Ryo Ishikawa.

Allir léku þessir 4 Colonial á 6 undir pari, 64 höggum.

Tveir deila 5. sætinu: annar „mest ofmetnu kylfinga PGA Tour“ Ian Poulter og bandaríski kylfingurinn George McNeill en þeir eru aðeins 1 höggi á eftir fjórmenningaklíkunni í 1. sæti, þ.e. léku á 5 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Crowne Plaza eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: