Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Fylgist með stöðunni á Opna írska hér!

Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum komst ekki í gegnum niðurskurð í 3 sinn í röð á Opna írska. Það eru 6 sem deila forystunni: Bernd Wiesberger, Tyrell Hatton, Rafa Cabrera Bello, Sören Kjeldsen, Chris Wood og Richie Ramsay. Þeir hafa allir spilað Royal County Down á samtals 3 undir pari. Sjá má hápunkta 2. dags með því að SMELLA HÉR:  Fylgjgast má með stöðunni á Opna írska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 09:00

PGA: 3 efstir e. 2. dag Byron Nelson mótsins þegar leik er frestað vegna myrkurs

Það eru þeir Jimmy Walker, Steven Bowditch og Jon Curran sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag Byron Nelson mótsins í Irving, Texas. Allir hafa þeir leikið á 9 undir pari, 130 höggum; Walker (64 66); Bowditch (62 68) og Curran (67 63). Þeir hafa allir lokið hringjum sínum, en ekki tókst að ljúka leik í gær vegna myrkurs og verður því lokið við 2. hring í dag. Cameron Percy og Ryan Palmer eru aðeins höggi á eftir á 8 undir pari, en þeir hafa einnig lokið hringjum sínum. Sjá má stöðuna eftir 2. dag Byron Nelson mótsins með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 23:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Tinna leiðir f. lokahringinn í Securitasmótinu

Tinna Jóhannsdóttir, GK leiðir fyrir lokahring Securitasmótsins úti í Eyjum. Tinna er búin að spila hringina tvo á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (74 71). Tveimur höggum á eftir henni eru klúbbfélagar hennar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Anna Sólveig Snorradóttir, GK báðar á 7 yfir pari, hvor; Guðrún Brá (74 73) og Anna Sólveig (76 71). Í 4.-5. sæti eru síðan systurnar Heiða, GM og Karen Guðnadætur, GS, báðar á 10 yfir pari, hvor. Sjá má stöðu 10 efstu hér fyrir neðan: 1. Tinna Jó­hanns­dótt­ir, GK 5 yfir pari, 145 högg (74 71). 2. – 3. Anna Sól­veig Snorra­dótt­ir, GK, 7 yfir pari, 147 högg (76 71). 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Haraldur Franklín efstur f. lokahring Securitasmótsins

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er efstur fyrir lokahring Securitasmótsins. Securitas mótið fer fram 29.-30. maí 2015 og voru 36 holur leiknar í dag og fer lokahringurinn fram á morgun. Hringina tvo lék Haraldur á samtals 4 undir pari, 136 höggum (71 65) og átti glæsi- seinni hring í dag upp á 5 undir pari!!! Í 2. sæti eru 5 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir: Benedikt Sveinsson, GK (68 69); Stefán Þór Bogason, GR (68 69); Ragnar Már Garðarsson GKG, (69 68); Hlynur Geir Hjartarson, GOS (65 72) og Andri Þór Björnsson, GR (71 66). Rúnar Arnórsson, GK (70 68)  og Aron Snær Júlíusson, GKG (70 68)  deila 7. sætinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ). Björg á afmæli 29. maí 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Björg er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar (2014) og einnig klúbbmeistari klúbbsins 2011.  Auk þess hefir hún oftar en ekki hlotið sleggjuverðlaunin í kvennamótum og stendur sig yfirleitt vel eða sigrar í opnum mótum. T.a.m.  sigraði Björg í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu.  Björg er í fimm orðum sagt: frábær kylfingur og góður félagi. Björg er gift og á 3 börn. Sjá má  viðtal Gofl 1 við afmæliskylfinginn og  klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að SMELLA HÉR: Komast má af facebook síðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 09:00

LPGA: Shoprite mótið hefst í dag!

Shoprite LPGA Classic mótið hefst í dag í Galloway, New Jersey. Mótið stendur 29.-31. maí 2015. Þátt taka einhverjir bestu kvenkylfingar heims m.a. kanadíska nýstirnið Brooke Henderson, Natalie Gulbis, Inbee Park, Lexi Thompson, Suzann Pettersen, Laura Davies, Beatriz Recari, Michelle Wie, sú sem á titil að verja Lizette Salas o.fl. ofl. Til þess að fylgjast með Shoprite Classic á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 08:30

EDP: Þórður Rafn v/ keppni í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Haugschlag NÖ Open mótinu í Haugschlag, Suður-Bæheimi í Austurríki. Mótið er hluti af þýsku EDP mótaröðinni. Mótið er haldið dagana 27.-29. maí og verður lokahringurinn því spilaður í dag. Eftir 2 hringi er Þórður Rafn T-6 þ.e. jafn 3 öðrum kylfingum í 6. sæti – búinn að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67). Til þess að fylgjast með Þórði Rafni og gengi hans á lokahringnum, sem leikinn verður í dag SMELLIÐ HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 08:10

Hús Rory á N-Írlandi til sölu

Fyrrum hús og landaeign í eigu nr. 1 á heimslistanum í golfinu, Rory McIlroy er nú til sölu. Í húsinu eru m.a. 5 svefnherbergi og 5 stofur. Á landareigninni sjálfri eru m.a. golfvöllur, púttflöt, æfingasvæði, líkamsræktarstöð, eigið veiðivatn og tennisvöllur (ætlaður Caroline Wozniacki á sínum tíma). Ásett verð eru 2,5 milljónir evra þ.e. u.þ.b. 367,5 milljónir íslenskra króna. Hér má sjá nokkrar myndir frá landareigninni:  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 07:45

Eimskipsmótaröðin 2015: Fylgist með Securitasmótinu hér!

Annað mót Eimskipsmótaraðarinnar fer fram í dag og morgun á Vestmannaeyjavelli, en það er Securitasmótið. 36 holur verða spilaðar í dag en 18 á morgun. Veður er með besta móti. Allir okkar bestu kylfingar eru mættir á mótið. Fylgjast má með gengi þeirra á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 07:30

Van Horn Cup hafið

Van Horn Cup hófst fyrir hálftíma og sendi Ragnheiður Sigurðardóttir, móðir Sigurðar Arnars Garðarssonar, meðfylgjandi mynd og frétt: „Van Horn Cup hófst í morgun kl 7:00 með morgunverði fyrir keppendur og kaddýa. Síðan voru liðin kynnt þ.e Evrópuliðið á móti „The rest of the world“, (þ.e Heimsliðinu). Íslensku keppendurnir sem komust áfram eru 3: Sigurður Arnar, Arnór og Ólöf. Keppnin er með því móti að tveir frá The rest of the world keppa á móti 2 frá Evrópu í sama aldurshópi. Þetta er höggleikur, 18 holur en betra skor á holu er það sem gildir. Í lokin kemur í ljós hvort að The rest of the world nær að halda Lesa meira