Tinna Jóhannsdóttir, GK. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 23:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Tinna leiðir f. lokahringinn í Securitasmótinu

Tinna Jóhannsdóttir, GK leiðir fyrir lokahring Securitasmótsins úti í Eyjum.

Tinna er búin að spila hringina tvo á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (74 71).

Tveimur höggum á eftir henni eru klúbbfélagar hennar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Anna Sólveig Snorradóttir, GK báðar á 7 yfir pari, hvor; Guðrún Brá (74 73) og Anna Sólveig (76 71).

Í 4.-5. sæti eru síðan systurnar Heiða, GM og Karen Guðnadætur, GS, báðar á 10 yfir pari, hvor.

Sjá má stöðu 10 efstu hér fyrir neðan:

1. Tinna Jó­hanns­dótt­ir, GK 5 yfir pari, 145 högg (74 71).
2. – 3. Anna Sól­veig Snorra­dótt­ir, GK, 7 yfir pari, 147 högg (76 71).
2. – 3. Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, GK 7 yfir pari 147 högg (74 73).
4. – 5. Heiða Guðna­dótt­ir, GM 10 yfir pari, 150 högg (72 78).
4. – 5. Kar­en Guðna­dótt­ir, GS 10 yfir pari, 150 högg (79 71).
6. Berg­lind Björns­dótt­ir, GR 13 yfir pari, 153 högg (76 77).
7. Saga Trausta­dótt­ir, GR 156 högg, 16 yfir pari (81 75).
8. Særós Eva Óskars­dótt­ir, GKG 17 yfir pari, 157 högg (77 80).
9. Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir, GR 17 yfir pari, 157 högg (79 78).
10.–11. Þór­dís Geirs­dótt­ir, GK 18 yfir pari, 158 högg (80 78).
10.–11. Signý Arn­órs­dótt­ir, GK 18 yfir pari, 158 högg (87 71).