Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 09:00

PGA: 3 efstir e. 2. dag Byron Nelson mótsins þegar leik er frestað vegna myrkurs

Það eru þeir Jimmy Walker, Steven Bowditch og Jon Curran sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag Byron Nelson mótsins í Irving, Texas.

Allir hafa þeir leikið á 9 undir pari, 130 höggum; Walker (64 66); Bowditch (62 68) og Curran (67 63).

Þeir hafa allir lokið hringjum sínum, en ekki tókst að ljúka leik í gær vegna myrkurs og verður því lokið við 2. hring í dag.

Cameron Percy og Ryan Palmer eru aðeins höggi á eftir á 8 undir pari, en þeir hafa einnig lokið hringjum sínum.

Sjá má stöðuna eftir 2. dag Byron Nelson mótsins með því að SMELLA HÉR: