Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 07:00

Glæsilegur árangur í Skotlandi

Eftirfarandi frétt barst frá Ragnheiði Sigurðardóttur, móður Sigurðar Arnars sem fylgist með íslensku kylfingunum 6 í Skotlandi: „Glæsilegur árangur var hjá íslensku kylfingunum okkar. Arnór (GHD) var í T2 sæti og keppir á morgun í Van Horn Cup.  Ólöf (GHD) vann sinn flokk og keppir einnig á Van Horn Cup. Elísabet (GKG) var T2 sæti, en þar sem stelpan frá Slóvakíu var með betra skor á seinni níu í dag þá keppir hún á Van Horn Cup. Sigurður Arnar í flokki 13 ára keppir einnig á Van Horn Cup á morgun en efstu tveir frá Evrópu og efstu tveir frá the rest of the world komast áfram í hverjum aldurshópi. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 04:00

PGA: Bowditch efstur í Texas

Það er Steven Bowditch sem er efstur eftir 1. dag á  AT&T Byron Nelson í Irving, Texas. Bowditch lék á glæsilegum 8 undir pari, 62 höggum. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker á 64 höggum. Þriðja sætinu deila Bandaríkjamennirnir James Hahn og Ryan Palmer á 5 undir pari, 65 höggum hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 01:00

Evróputúrinn: Rory á 80!!!

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, átti erfiða byrjun á Opna írska, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og Rory er sjálfur styrktaraðili í. Hann lék á 9 yfir pari, 80 höggum!!! Rory fékk 5 skolla á fyrri 9 og missti önnur 4 högg á seinni 9. Merkilegt er að Rory hefir ekki komist í gegnum niðurskurð á síðustu tveimur Opnu írsku mótum, sem hann hefir tekið þátt í!   Það eru tveir sem deila forystunni eftir 1. dag Opna írska Pádraig Harrington og þýski kylfingurinn Maximilian Kiefer.  Báðir léku á 4 undir pari, 67 högugm. Þriðja sætinu deila 3 kylfingar,  sem allir eru 2 höggum á eftir forystunni þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Böðvar Bragi Gunnarsson – 28. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Böðvar Bragi Gunnarsson . Böðvar Bragi er fæddur 28. maí 2003 og því 12 ára í  dag.  Hann sigraði í fyrsta sinn í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni um s.l. helgi og er búinn að standa sig vel í stórum opnum mótum á árinu eins og t.a.m. 1. maí mótinu á Hellu. Böðvar Bragi Gunnarsson, GR (12 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bob Shearer, 28. maí 1948 (67 ára); Shelley Hamlin, 28. maí 1949 (66 ára); Anne-Mette Stokvad Kokholm , GOB 28. maí 1950 (65 ára); Jóhanna Gunnars, 28. maí 1952 (63 ára); Páll Pálsson 28. maí 1953 (62 árs); Gunnar Bergmann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 15:55

Jón Þorsteinn nýr golfkennari GSS

Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) hefur ráðið til sín Jón Þorstein Hjartarson PGA golfkennara til að sjá um þjálfun hjá klúbbnum þetta sumarið. Jón Þorsteinn hefur mikla reynslu af þjálfun sem og barna-og unglingastarfi. Hann útskrifaðist úr Golfkennaraskóla Íslands vorið 2009. Hann var aðalkennari hjá GHR á Hellu 2008-2010, golfkennari hjá GF Flúðum 2008-2010. Umsjón með barna og unglingastarfi hjá báðum þessum klúbbum ásamt almennri kennslu. Undanfarin 4 ár hefur hann starfað hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við afreksstarf barna og unglinga. Hann hefur störf hjá klúbbnum 1.júní n.k. Jón Þorsteinn kemur til með að hafa yfirumsjón með öllu barna-og unglingastarfi hjá klúbbnum sem og afreksstarfi. Þá verður hann einnig með námskeið fyrir byrjendur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 13:15

Hjón með ása á sömu holu!

Hjón frá  Michigan segja að þau hafi bæði fengið ás á sömu holu á sama hring! Tony og Janet Blundy sögðu frá því í  Lansing State Journal að þau hefðu bæði fengið ása þegar þau voru í golfi s.l. sunnudag á Ledge Meadows golfvellinum í Grand Ledge, Michigan. Þau segja að Tony, sem sló af gulum hafi fyrst fengið ás og síðan hafi Janet ekki getað verið minni maður og hitti beint ofan í holu af rauðum. Tveir kylfingar sem ekki þekktu hjónin urðu vitni að atburðinum. Skv. bandaríska Einherjaklúbbnum eru líkurnar á að áhugakylfingum takist þetta 26 milljónir á móti 1 (26.000.000:1) Blundy-hjónin segjast spila a.m.k. 18 holur á viku. Hér má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Fylgist m. Opna írska!

Opna írska sem heitir fullu nafni Dubai Duty Free Irish Open hosted by the Rory Foundation hófst í morgun á Royal County Down golfvellinum fræga á Írlandi. Mótið stendur 28.-31. maí 2015. Margir þekktir kylfingar taka þátt í mótinu; helstu írsku kylfingarnir eins og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Graeme McDowell og risamótssigurvegarinn Padraig Harrington og þekktar stjörnur eins og Rickie Fowler, Sergio Garcia, Martin Kaymer, Lee Westwood, Matteo Manassero, Miguel Ángel Jiménez og Francesco Molinari, og margir aðrir. Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 11:00

6 við keppni á US Kids í Skotlandi

Sex íslenskir kylfingar eru nú við keppni á US Kids móti í Skotlandi. Það eru þau Ólöf María Einarsdóttir GHD, Arnór Snær Guðmundsson GHD, Sigurður Arnar Garðarsson,GKG  Elísabet Ágústsdóttir,GKG  Kristófer Karl Karlsson GM og Kjartan Óskar Guðmundsson NK. Leiknir verða þrír hringir og ráðast úrslit í dag, en mótið er haldið 26.-28. maí 2015. Eftir 2 leikna hringi er Ólöf María efst í flokki 15-18 ára stúlkna og Elísabet í 2. sæti í þeim flokki.  Arnór Snær er í 4. sæti í piltaflokki 15-18 ára.  Kristófer Karl Karlsson er T-18 eftir 2 hringi í flokki 13 ára stráka; Sigurður Arnar í 20. sæti og Kjartan Óskar T-46 í sama flokki. Fylgjast má með keppendum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 10:00

Rory gefur til góðgerðarmála – Myndskeið

Rory McIlroy tekur þátt í Opna írska sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Hann hefir m.a. tekið þátt í skipulagningu mótsins og haft frumkvæði að því að fá þekkta kylfinga til þess að taka þátt til þess að auka aðsóknina og áhugann á mótinu. M.a. hefir hann fengið vin sinn Rickie Fowler til að taka þátt en þeir Rickie öttu kappi hvor við annan á Royal County Down í Walker Cup á sínum tíma. En nr. 1 á heimslistanum (Rory) gefur líka tilbaka. Sjá má myndskeið þar sem Rory segir að hluti af vinningsfé því sem hann vinnur sér inn á Opna írska muni renna til sjóðs sem hann stofnaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 09:00

Ian Poulter meiddur

Ian Poulter, 39 ára, sem aðeins í síðustu viku náði fyrsta topp-5 árangri sínum í 5 mánuði ætlaði að taka þátt í Irving en mun ekki tía upp fyrr en í næsta mánuði á Opna bandaríska í Chambers bay. „Ég ætla ekki að keppa þessa viku í Texas, ég tognaði í ræktinni mánudaginn s.l., þannig að ég hef varann á og ætla ekki að taka neinar áhættur,“ sagði „einn ofmetnasti kylfingur á PGA“ (Poulter). „Ég var farinn að hlakka til að spila golf í tvær vikur, að spila gott golf, þannig að þetta eru vonbrigði. Næsta mót verður @usopengolf,“ sagði Poulter á Twitter. Það góða í þessu er að ef Poulter Lesa meira